Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 12:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu. Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira
Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira