Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 08:00 Max Verstappen getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð, og sinn annan á ferlinum, ef allt gengur upp hjá kappanum um helgina. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira