Fíflagangur eða leið til að hafa óeðlileg áhrif? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 14:00 Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og félögum í Tindastóli er spáð afar góðu gengi í vetur af flestum, en tveir spáðu liðinu neðsta sæti í árlegri spá fyrir Subway-deildina. vísir/bára Í hópi þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna tólf í Subway-deild karla eru ákveðnir aðilar sem spáðu algjörlega á skjön við kollega sína í spá um gengi liðanna í vetur, sem birt var í dag. Spáin um lokastöðu í Subway-deildinni er árlegur viðburður þar sem hitað er upp fyrir komandi keppnistímabil en ný leiktíð hefst eftir viku. Keflavík er spáð deildarmeistaratitlinum en Hetti og ÍR er spáð falli. Miðað við gengi liða á síðustu leiktíð, og félagaskipti í sumar, er svo sem ekkert óeðlilegt við það og spána má sjá í heild sinni hér að neðan. Það má hins vegar segja að nokkur atkvæði í kosningunni séu mjög óeðlileg og spurning hvort að einhverjir þeirra 36 sem tóku þátt hafi séð spána sem tækifæri fyrir fíflagang eða til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar. Tveir með Tindastól á botninum og tveir með KR á toppnum Ljóst er að niðurstöður í spánni hafa sín áhrif á umræðuna, að minnsta kosti í upphafi leiktíðar, og því auðveldara fyrir lið að „koma á óvart“ ef þeim er spáð slöku gengi eða „valda vonbrigðum“ ef þeim er spáð ofarlega. Í spánni í ár settu til að mynda tveir aðilar hið ógnarsterka lið Tindastóls í 12. sæti, á meðan að aðrir spáðu liðinu í 1.-5. sæti. Tveir spáðu líka föllnu stórveldi KR efsta sæti á meðan að aðrir settu liðið í 6.-12. sæti. Einn spáði nýliðum Hauka efsta sætinu og annar spáði ÍR efsta sætinu, þó að ÍR hafi á endanum fengið fæst stig og þannig endað neðst í spánni. Haukar fengu atkvæði í öll sæti nema 2. sæti en flestir spáðu nýliðunum í 7.-12. sæti. Allir nema einn settu svo ÍR í 9.-12. sæti. Svona spáðu þeir 36 sem tóku þátt fyrir um gengi ÍR. Einn setti liðið í efsta sæti.KKÍ Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36): Keflavík 402 stig Tindastóll 363 stig Njarðvík 329 stig Valur 300 stig Þór Þ. 287 stig Stjarnan 280 stig Breiðablik 204 stig Haukar 165 stig Grindavík 158 stig KR 154 stig Höttur 87 stig ÍR 79 stig Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Spáin um lokastöðu í Subway-deildinni er árlegur viðburður þar sem hitað er upp fyrir komandi keppnistímabil en ný leiktíð hefst eftir viku. Keflavík er spáð deildarmeistaratitlinum en Hetti og ÍR er spáð falli. Miðað við gengi liða á síðustu leiktíð, og félagaskipti í sumar, er svo sem ekkert óeðlilegt við það og spána má sjá í heild sinni hér að neðan. Það má hins vegar segja að nokkur atkvæði í kosningunni séu mjög óeðlileg og spurning hvort að einhverjir þeirra 36 sem tóku þátt hafi séð spána sem tækifæri fyrir fíflagang eða til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðurnar. Tveir með Tindastól á botninum og tveir með KR á toppnum Ljóst er að niðurstöður í spánni hafa sín áhrif á umræðuna, að minnsta kosti í upphafi leiktíðar, og því auðveldara fyrir lið að „koma á óvart“ ef þeim er spáð slöku gengi eða „valda vonbrigðum“ ef þeim er spáð ofarlega. Í spánni í ár settu til að mynda tveir aðilar hið ógnarsterka lið Tindastóls í 12. sæti, á meðan að aðrir spáðu liðinu í 1.-5. sæti. Tveir spáðu líka föllnu stórveldi KR efsta sæti á meðan að aðrir settu liðið í 6.-12. sæti. Einn spáði nýliðum Hauka efsta sætinu og annar spáði ÍR efsta sætinu, þó að ÍR hafi á endanum fengið fæst stig og þannig endað neðst í spánni. Haukar fengu atkvæði í öll sæti nema 2. sæti en flestir spáðu nýliðunum í 7.-12. sæti. Allir nema einn settu svo ÍR í 9.-12. sæti. Svona spáðu þeir 36 sem tóku þátt fyrir um gengi ÍR. Einn setti liðið í efsta sæti.KKÍ Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36): Keflavík 402 stig Tindastóll 363 stig Njarðvík 329 stig Valur 300 stig Þór Þ. 287 stig Stjarnan 280 stig Breiðablik 204 stig Haukar 165 stig Grindavík 158 stig KR 154 stig Höttur 87 stig ÍR 79 stig
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira