Ford frestar afhendingu 45.000 F-150 bíla vegna merkjavanda Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. september 2022 07:00 Ford F-150 pallbíllinn með bláa Ford-merkinu. Birgjar Ford hafa brugðist þegar kemur að afhendingu Ford-merkja á bíla framleiðandans. Það er skortur á bæði hinu fræga sporöskjulaga bláa Ford-merki sem og tengunda merkjum. Af þessum sökum hefur framleiðandinn frestað afhendingu um 45.000 bíla vegna skortsins. Ford hefur neitað að tjá sig um hvort skortur á Ford-merkjum sé að valda seinkunum. En það er staðan samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Stjórnendur Ford hafa íhugað aðra möguleika, til að mynda að þrívíddarprenta merki. Um tímabundna lausn væri að ræða þar til merkin taka að berast Ford. En að sögn heimildarmanna Wall Street Journal eru prentuð merki ekki af nægjanlegum gæðum til að nota. Fyrirtækið sem framleiðir merkin fyrir Ford heitir Tribar og er staðsett í Wixon, úthverfi Detroit. Tribar þjónustar fleiri stóra framleiðendur, þar á meðal Toyota. Tribar lenti í vandræðum í lok júlí þegar fyrirtækið mengaði vatnið í nágrenni verksmiðjunnar með 5% sexgiltu krómi, sem er þekktur krabbameinsvaldur. Starfsmaður Tribar slökkti á viðvörunarbjöllum 460 sinnum á þriggja klukkustunda tímabili. Mengunin náði til miðbæjar Detroit yfir hásumarið. Íbúum svæðisins var gert að forðast að svæðið sem mengunin náði til. Verksmiðja Tribar er aftur kominn á fullt eftir að brugðist var við menguninni. Tribar hefur staðfest að Ford er meðal viðskiptavina sinna. Hins vegar hefur Tribar ekkert gefið upp um hverslags verkefni það vinnur fyrir Ford. Málið er hið grunsamlegasta. Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent
Ford hefur neitað að tjá sig um hvort skortur á Ford-merkjum sé að valda seinkunum. En það er staðan samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Stjórnendur Ford hafa íhugað aðra möguleika, til að mynda að þrívíddarprenta merki. Um tímabundna lausn væri að ræða þar til merkin taka að berast Ford. En að sögn heimildarmanna Wall Street Journal eru prentuð merki ekki af nægjanlegum gæðum til að nota. Fyrirtækið sem framleiðir merkin fyrir Ford heitir Tribar og er staðsett í Wixon, úthverfi Detroit. Tribar þjónustar fleiri stóra framleiðendur, þar á meðal Toyota. Tribar lenti í vandræðum í lok júlí þegar fyrirtækið mengaði vatnið í nágrenni verksmiðjunnar með 5% sexgiltu krómi, sem er þekktur krabbameinsvaldur. Starfsmaður Tribar slökkti á viðvörunarbjöllum 460 sinnum á þriggja klukkustunda tímabili. Mengunin náði til miðbæjar Detroit yfir hásumarið. Íbúum svæðisins var gert að forðast að svæðið sem mengunin náði til. Verksmiðja Tribar er aftur kominn á fullt eftir að brugðist var við menguninni. Tribar hefur staðfest að Ford er meðal viðskiptavina sinna. Hins vegar hefur Tribar ekkert gefið upp um hverslags verkefni það vinnur fyrir Ford. Málið er hið grunsamlegasta.
Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent