Dusty úr leik eftir annað tap dagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2022 15:39 Dusty er úr leik í BLAST. Íslenska rafíþróttaliðið Dusty er úr leik á BLAST Premier mótinu. Dusty tapaði gegn sænska liðinu Lilmix í seinni leik liðsins í dag og er því úr leik eftir að hafa tapað báðum leikjum dagsins. Dusty mátti þola naum tap gegn danska liðinu Ecstatic fyrr í dag, 13-16. Spiluð var svokölluð „Double elimination“ umferð þannig Dusty mætti Lilmix, tapliðinu frá hinni viðureign morgunsins. Dusty þurfti á sigri að halda gegn Lilmix til að koma sér í ákvörðunarleikinn gegn danska liðinu Masonic, en liðið lenti strax í vandræðum. Lilmix vann fyrstu sjö loturnar í leiknum og liðsmenn Dusty því strax komnir með bakið upp við vegg. Lilmix jók forskot sitt fljótlega í 13-2 og Dusty þurfti því á kraftaverki að halda til að snúa leiknum við. Liðsmenn Dusty vöknuðu loksins til lífsins á þessum tímapunkti og unnu þrjár lotur í röð. Það var þó langt frá því að vera nóg til að ógna forskoti sænska liðsins af einhverju viti og Lilmix vann að lokum sannfærandi sigur, 16-6. Lilmix mætur nú danska liðinu Masonic í ákvörðunarleik riðilsins, en viðureignina má sjá í opinni dagskrá á Stöð 2 eSport með því að smella hér. Dusty Rafíþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn
Dusty mátti þola naum tap gegn danska liðinu Ecstatic fyrr í dag, 13-16. Spiluð var svokölluð „Double elimination“ umferð þannig Dusty mætti Lilmix, tapliðinu frá hinni viðureign morgunsins. Dusty þurfti á sigri að halda gegn Lilmix til að koma sér í ákvörðunarleikinn gegn danska liðinu Masonic, en liðið lenti strax í vandræðum. Lilmix vann fyrstu sjö loturnar í leiknum og liðsmenn Dusty því strax komnir með bakið upp við vegg. Lilmix jók forskot sitt fljótlega í 13-2 og Dusty þurfti því á kraftaverki að halda til að snúa leiknum við. Liðsmenn Dusty vöknuðu loksins til lífsins á þessum tímapunkti og unnu þrjár lotur í röð. Það var þó langt frá því að vera nóg til að ógna forskoti sænska liðsins af einhverju viti og Lilmix vann að lokum sannfærandi sigur, 16-6. Lilmix mætur nú danska liðinu Masonic í ákvörðunarleik riðilsins, en viðureignina má sjá í opinni dagskrá á Stöð 2 eSport með því að smella hér.
Dusty Rafíþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn