„Gera þetta alveg jafn vel og karlarnir, kannski betur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. september 2022 07:00 Krystyna Joanna Eiríksdóttir Stöð 2/Bjarni Einarsson Ung kona í málaraiðnnámi segist finna fyrir fordómum þegar hún fer að kaupa málningu. Þrátt fyrir töluverða fjölgun kvenna í iðngreinum telur hún aðeins hægt að uppræta fordóma með enn frekari fjölgun. Fyrir nokkrum árum var auglýst eftir fleiri stúlkum til náms í iðngreinum. Kynjahlutfallið er nú að breytast í fögum eins og dúkalögn, múraraiðn, pípulagningum, húsasmíði og málaraiðn. Sífellt fleiri stúlkur velja nú iðnnám að loknu grunnskólaprófi. „Það eru fleiri strákar en stelpur en stelpurnar eru að sækja á. Það er alltaf að aukast sem betur fer. Við viljum fá fleiri stelpur í deildina,“ segir Arnar Óskarsson, kennari í Málaraiðn við Tækniskólann. Fjallað var um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hentar öllum kynjum Í Danmörku er hlutfallið í málaranáminu mjög jafnt að sögn Arnars, strákar eru í meirihluta í Noregi en stelpurnar í Finnlandi. „Þannig að við erum aðeins eftir á hérna en þetta er allt að lagast. Áður voru mjög fáar stelpur í málarafaginu en fyrsti málarameistarinn, kvennmálarameistarinn hún var íslensk og hét Ásta málari. Hún tók prófið 1920.“ Arnar segir að margt hafi breyst við starfið og það henti í dag öllum kynjum. „Það eru komin góð tæki og góðar lyftur og fleira. Þetta hentar mjög vel fagurkerum og líka þeim sem vinna hratt og örugglega, eins og að mála blokk eftir blokk, hverfi eftir hverfi. Arnar segir málarastarfið mikið breytt og það henti vel öllum kynjum.“ Arnar Óskarsson kennari í málaraiðn við Tækniskólann.Stöð 2/Bjarni Einarsson „Stelpur sækjast í þetta“ Hann telur starfið frábært fyrir fagurkera. Varðandi ástæðu fjölgunar stúlkna í náminu segir Arnar: „Ég held að þetta fag gefi bara ágætlega af sér og þetta er ekkert lengur svona „karlajob“ og það er bara svoleiðis, heimurinn er að breytast. Þetta er ekki bara hjá málurum, þetta er líka hjá smiðum, dúkurum og pípurum. Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri í iðnnám, stelpur sækjast í þetta. Það er bara fínt,“ útskýrir Arnar. „Sko málarar eru með stóra og mikla vasa, það er bara til að geta fyllt þá af seðlum en hitt er svo líka að þetta er mjög skemmtilegt starf, mjög svo,“ segir Arnar og hlær. Lítið af prófum og ekkert stress Stúlkum sem sækja um í iðnnámi í Tækniskólanum hefur fjölgað síðustu ár í ákveðnum greinum. Árið 2015 hóf engin stúlka nám í málaraiðn í skólanum en nú í haust voru þær átta. Stúlkur hafa líka bæst við nemendahópinn í fögum eins og dúkalögn. „Ég vissi að ég vildi ekki vinna við eitthvað sitjandi við tölvu allan daginn. Mig langaði að gera eitthvað í vinnunni, og ekki allt of mikið bóklegt nám“ segir Hildur Magnúsdóttir Eirúnardóttir nemandi í málaraiðn. „Ég ákvað þetta eiginlega bara þegar ég var að klára tíunda bekk.“ Hildur Magnúsdóttir EirúnardóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Hún segir að námið sé mjög fínt. Það skemmtilegasta við námið að hennar mati er það hvað þetta er frjálst og nemendur ráða þessu mikið sjálfir. „Ógeðslega þægilegt og það er engin pressa eða neitt. Þetta er bara á mér og engin próf. Bara ekkert stress.“ En hvað finnst henni um kynjahlutfallið í náminu og í skólanum? „Það er alveg fullt af stelpum, fleiri en ég var að búast við líka.“ Mætti óboðin og byrjaði að mála Guðrún Margrét Björgvinsdóttir var að læra hárgreiðslu við skólann en fann sig ekki í náminu. Hún tók þá málin í eigin hendur. „Ég kom bara og prófaði að mála og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt. Þannig að ég spurði Gunna skólastjóra hvort ég mætti fá að skipta,“ segir Guðrún um þessa ákvörðun. Kennari við skólann sagði fréttamanni að hún væri sennilega sú eina sem hefði brotist inn í málaradeildina. Guðrún Margrét BjörgvinsdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson „Já ég mætti bara og náði í einhverja plötu og byrjaði eiginlega bara að mála. Ég spurði aðra nemendur hvernig ég ætti að gera þetta og þau sýndu mér.“ Guðrún segist ánægð með sína ákvörðun. Vön að vera eina stelpan Lóa Guðrún Björnsdóttir lætur kynjahlutfallið í sumum kennslustundunum ekki trufla sig. Þegar fréttamaður heimsótti skólann var hún í kennslu og var þá eina stúlkan nemendahópnum. „Þetta er eiginlega bara orðið venjulegt. Ég er náttúrulega á fjórða árinu mínu og ég var eiginlega líka eina stelpan á öllum hinum, þannig að það er orðið mjög venulegt fyrir mér.“ Lóa er í grunnnámi á byggingarbraut og stefnir á að læra húsasmíði. En hvað var það sem kom mest á óvart við námið? „Bara að við fáum að prófa alla brautina og sjá hvernig okkur finnst í stað þess að setja okkur beint á brautina.“ Aðspurð hvort konum sé að fjölga í skólanum svaraði hún: „Já. Ég er samt ekkert eitthvað mikið að pæla í því.“ Lóa Guðrún BjörnsdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Vantar enn fleiri stelpur Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 töluðu þær allar um góðar móttökur innan deildarinnar og vonast eftir góðu viðmóti í starfinu. Krystyna Joanna Eiríksdóttir var í námi í fatatækni en færði sig yfir í málaraiðn eftir að prófa að vinna við starfið eitt sumar. Helsti munurinn á náminu að hennar mati er kynjamunurinn. „Að fara frá ótrúlega mikið af konum og í fullt af körlum,“ segir Krystyna. „Hvernig sé horft á mann sem iðnaðarmann líka.“ Krystyna Joanna EiríksdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Krystyna segir að í skólanum hafi hún fengið góðar móttökur. Stúlkum hafi fjölgað í greininni en viðhorfið þurfi samt að breytast enn meira. „Ég finn fyrir því að ég sé kona,“ útskýrir Krystyna. „Þegar ég fer í málarabúðir þá finnst mér smá verið að líta niður á mig.“ En hvað þarf þá að breytast hvað varðar viðhorf til kvenna í iðngreinum? „Það þarf bara fleiri af okkur, til að vera alveg hreinskilin. Annars finnst mér við gera þetta alveg jafn vel og karlarnir, kannski betur.“ Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var auglýst eftir fleiri stúlkum til náms í iðngreinum. Kynjahlutfallið er nú að breytast í fögum eins og dúkalögn, múraraiðn, pípulagningum, húsasmíði og málaraiðn. Sífellt fleiri stúlkur velja nú iðnnám að loknu grunnskólaprófi. „Það eru fleiri strákar en stelpur en stelpurnar eru að sækja á. Það er alltaf að aukast sem betur fer. Við viljum fá fleiri stelpur í deildina,“ segir Arnar Óskarsson, kennari í Málaraiðn við Tækniskólann. Fjallað var um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hentar öllum kynjum Í Danmörku er hlutfallið í málaranáminu mjög jafnt að sögn Arnars, strákar eru í meirihluta í Noregi en stelpurnar í Finnlandi. „Þannig að við erum aðeins eftir á hérna en þetta er allt að lagast. Áður voru mjög fáar stelpur í málarafaginu en fyrsti málarameistarinn, kvennmálarameistarinn hún var íslensk og hét Ásta málari. Hún tók prófið 1920.“ Arnar segir að margt hafi breyst við starfið og það henti í dag öllum kynjum. „Það eru komin góð tæki og góðar lyftur og fleira. Þetta hentar mjög vel fagurkerum og líka þeim sem vinna hratt og örugglega, eins og að mála blokk eftir blokk, hverfi eftir hverfi. Arnar segir málarastarfið mikið breytt og það henti vel öllum kynjum.“ Arnar Óskarsson kennari í málaraiðn við Tækniskólann.Stöð 2/Bjarni Einarsson „Stelpur sækjast í þetta“ Hann telur starfið frábært fyrir fagurkera. Varðandi ástæðu fjölgunar stúlkna í náminu segir Arnar: „Ég held að þetta fag gefi bara ágætlega af sér og þetta er ekkert lengur svona „karlajob“ og það er bara svoleiðis, heimurinn er að breytast. Þetta er ekki bara hjá málurum, þetta er líka hjá smiðum, dúkurum og pípurum. Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri í iðnnám, stelpur sækjast í þetta. Það er bara fínt,“ útskýrir Arnar. „Sko málarar eru með stóra og mikla vasa, það er bara til að geta fyllt þá af seðlum en hitt er svo líka að þetta er mjög skemmtilegt starf, mjög svo,“ segir Arnar og hlær. Lítið af prófum og ekkert stress Stúlkum sem sækja um í iðnnámi í Tækniskólanum hefur fjölgað síðustu ár í ákveðnum greinum. Árið 2015 hóf engin stúlka nám í málaraiðn í skólanum en nú í haust voru þær átta. Stúlkur hafa líka bæst við nemendahópinn í fögum eins og dúkalögn. „Ég vissi að ég vildi ekki vinna við eitthvað sitjandi við tölvu allan daginn. Mig langaði að gera eitthvað í vinnunni, og ekki allt of mikið bóklegt nám“ segir Hildur Magnúsdóttir Eirúnardóttir nemandi í málaraiðn. „Ég ákvað þetta eiginlega bara þegar ég var að klára tíunda bekk.“ Hildur Magnúsdóttir EirúnardóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Hún segir að námið sé mjög fínt. Það skemmtilegasta við námið að hennar mati er það hvað þetta er frjálst og nemendur ráða þessu mikið sjálfir. „Ógeðslega þægilegt og það er engin pressa eða neitt. Þetta er bara á mér og engin próf. Bara ekkert stress.“ En hvað finnst henni um kynjahlutfallið í náminu og í skólanum? „Það er alveg fullt af stelpum, fleiri en ég var að búast við líka.“ Mætti óboðin og byrjaði að mála Guðrún Margrét Björgvinsdóttir var að læra hárgreiðslu við skólann en fann sig ekki í náminu. Hún tók þá málin í eigin hendur. „Ég kom bara og prófaði að mála og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt. Þannig að ég spurði Gunna skólastjóra hvort ég mætti fá að skipta,“ segir Guðrún um þessa ákvörðun. Kennari við skólann sagði fréttamanni að hún væri sennilega sú eina sem hefði brotist inn í málaradeildina. Guðrún Margrét BjörgvinsdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson „Já ég mætti bara og náði í einhverja plötu og byrjaði eiginlega bara að mála. Ég spurði aðra nemendur hvernig ég ætti að gera þetta og þau sýndu mér.“ Guðrún segist ánægð með sína ákvörðun. Vön að vera eina stelpan Lóa Guðrún Björnsdóttir lætur kynjahlutfallið í sumum kennslustundunum ekki trufla sig. Þegar fréttamaður heimsótti skólann var hún í kennslu og var þá eina stúlkan nemendahópnum. „Þetta er eiginlega bara orðið venjulegt. Ég er náttúrulega á fjórða árinu mínu og ég var eiginlega líka eina stelpan á öllum hinum, þannig að það er orðið mjög venulegt fyrir mér.“ Lóa er í grunnnámi á byggingarbraut og stefnir á að læra húsasmíði. En hvað var það sem kom mest á óvart við námið? „Bara að við fáum að prófa alla brautina og sjá hvernig okkur finnst í stað þess að setja okkur beint á brautina.“ Aðspurð hvort konum sé að fjölga í skólanum svaraði hún: „Já. Ég er samt ekkert eitthvað mikið að pæla í því.“ Lóa Guðrún BjörnsdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Vantar enn fleiri stelpur Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 töluðu þær allar um góðar móttökur innan deildarinnar og vonast eftir góðu viðmóti í starfinu. Krystyna Joanna Eiríksdóttir var í námi í fatatækni en færði sig yfir í málaraiðn eftir að prófa að vinna við starfið eitt sumar. Helsti munurinn á náminu að hennar mati er kynjamunurinn. „Að fara frá ótrúlega mikið af konum og í fullt af körlum,“ segir Krystyna. „Hvernig sé horft á mann sem iðnaðarmann líka.“ Krystyna Joanna EiríksdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Krystyna segir að í skólanum hafi hún fengið góðar móttökur. Stúlkum hafi fjölgað í greininni en viðhorfið þurfi samt að breytast enn meira. „Ég finn fyrir því að ég sé kona,“ útskýrir Krystyna. „Þegar ég fer í málarabúðir þá finnst mér smá verið að líta niður á mig.“ En hvað þarf þá að breytast hvað varðar viðhorf til kvenna í iðngreinum? „Það þarf bara fleiri af okkur, til að vera alveg hreinskilin. Annars finnst mér við gera þetta alveg jafn vel og karlarnir, kannski betur.“
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira