Ungar stúlkur bregðast við Litlu hafmeyjunni: „Hún er dökk eins og ég!“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. september 2022 15:29 Leikkonan Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel við mikla lukku dökkra stúlkna. Getty/Corey Nickols Myndbönd hafa gengið um netheima þar sem sjá má viðbrögð ungra stúlkna við fyrstu stiklu úr væntanlegri kvikmynd um Litlu hafmeyjuna. Hjartnæm viðbrögð stúlknanna við húðlit hafmeyjunnar hafa vakið athygli en í kvikmyndinni er Aríel dökk á hörund. Leikin útgáfa af kvikmyndinni um Litlu hafmeyjuna kemur út á næsta ári. Disney birti örstiklu úr myndinni fyrir nokkrum dögum. Í stiklunni fengu áhorfendur að berja hina nýju Aríel augum í fyrsta sinn. Vakti það athygli að í þessari kvikmynd er Aríel dökk á hörund. Nokkrir foreldrar dökkra stúlkna tóku viðbrögð dætra sinna við stiklunni upp á myndband og deildu á samfélagsmiðlinum TikTok. Óhætt er að segja að hjartnæm viðbrögð þeirra hafi hreyft við netverjum. @zaneholmestiktok Black kids react to little mermaid trailer! original sound - Zane Vill sýna stúlkunum að þær geti líka verið prinsessur Hin tuttugu og tveggja ára gamla leikkona Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel. Var það gert opinbert fyrir nokkrum árum síðan að Bailey skyldi fara með hlutverkið. Vakti það talsvert umtal þar sem Aríel hefur hingað til verið hvít líkt og flestar aðrar Disney prinsessur. „Ég vil að litla stúlkan innra með mér og allar aðrar stúlkur eins og ég viti að þær séu einstakar og að þær séu fullfærar um að vera prinsessur. Það er ekkert sem segir að þær geti ekki verið prinsessur. Þessi viðurkenning var eitthvað sem ég þurfti,“ sagði Bailey í viðtali við tímaritið Variety. Myndböndin af ungu stúlkunum hafa ekki farið framhjá leikkonunni sem brást við á Instagram síðu sinni í gær. „Fólk hefur verið að senda mér þessi viðbrögð núna um helgina og ég er svo sannarlega orðlaus. Að sjá viðbrögð þessara ungu barna gerir mig svo meyra. Þetta er mér hjartans mál. Takk fyrir allan stuðninginn.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Bailey (@hallebailey) Melissa McCarthy verður illmennið Úrsúla Kvikmyndin um litlu hafmeyjuna er væntanleg árið 2023. Leikstjóri myndarinnar er Rob Marshall. Hann hefur komið að gerð mynda á borð við Pirates of the Caribbean, Chicago og Annie. Leikkonan Melissa McCarthney mun fara með hlutverk illmennisins Úrsúlu. Þá fer leikarinn Jonah Hauer-King með hlutverk draumaprinsins Eriks. Hér að neðan má sjá örstiklu úr myndinni en ætla má að stikla í fullri lengd sé væntanleg á næstu misserum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00 Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00 Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira
Leikin útgáfa af kvikmyndinni um Litlu hafmeyjuna kemur út á næsta ári. Disney birti örstiklu úr myndinni fyrir nokkrum dögum. Í stiklunni fengu áhorfendur að berja hina nýju Aríel augum í fyrsta sinn. Vakti það athygli að í þessari kvikmynd er Aríel dökk á hörund. Nokkrir foreldrar dökkra stúlkna tóku viðbrögð dætra sinna við stiklunni upp á myndband og deildu á samfélagsmiðlinum TikTok. Óhætt er að segja að hjartnæm viðbrögð þeirra hafi hreyft við netverjum. @zaneholmestiktok Black kids react to little mermaid trailer! original sound - Zane Vill sýna stúlkunum að þær geti líka verið prinsessur Hin tuttugu og tveggja ára gamla leikkona Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel. Var það gert opinbert fyrir nokkrum árum síðan að Bailey skyldi fara með hlutverkið. Vakti það talsvert umtal þar sem Aríel hefur hingað til verið hvít líkt og flestar aðrar Disney prinsessur. „Ég vil að litla stúlkan innra með mér og allar aðrar stúlkur eins og ég viti að þær séu einstakar og að þær séu fullfærar um að vera prinsessur. Það er ekkert sem segir að þær geti ekki verið prinsessur. Þessi viðurkenning var eitthvað sem ég þurfti,“ sagði Bailey í viðtali við tímaritið Variety. Myndböndin af ungu stúlkunum hafa ekki farið framhjá leikkonunni sem brást við á Instagram síðu sinni í gær. „Fólk hefur verið að senda mér þessi viðbrögð núna um helgina og ég er svo sannarlega orðlaus. Að sjá viðbrögð þessara ungu barna gerir mig svo meyra. Þetta er mér hjartans mál. Takk fyrir allan stuðninginn.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Bailey (@hallebailey) Melissa McCarthy verður illmennið Úrsúla Kvikmyndin um litlu hafmeyjuna er væntanleg árið 2023. Leikstjóri myndarinnar er Rob Marshall. Hann hefur komið að gerð mynda á borð við Pirates of the Caribbean, Chicago og Annie. Leikkonan Melissa McCarthney mun fara með hlutverk illmennisins Úrsúlu. Þá fer leikarinn Jonah Hauer-King með hlutverk draumaprinsins Eriks. Hér að neðan má sjá örstiklu úr myndinni en ætla má að stikla í fullri lengd sé væntanleg á næstu misserum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00 Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00 Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira
Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00
Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00
Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40