Sarri aftur í veseni | Sendi andstæðingnum puttann Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 19:02 Maurizio Sarri er heitt í hamsi þessa dagana. Stöð 2 Sport Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, gæti verið í veseni hjá ítölskum fótboltayfirvöldum aðra vikuna í röð eftir leik liðsins við Hellas Verona um helgina. Síðustu helgi kvaðst hann búast við að lögfræðingur sinn yrði í yfirvinnu í vetur. „Ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri í síðustu viku þegar hann var spurður út í rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins á umdeildum ummælum hans um helgina. Sarri var ekki lengi að auka á vinnuálag lögfræðings síns en hann var afar ósáttur eftir að leikmaður Verona slapp við spjald þegar hann sló til Spánverjans Luis Alberto, leikmanns Lazio. Hinn 63 ára Sarri brást ókvæða við og sendi puttann á bekk andstæðinganna, líkt og sást í beinni útsendingu leiksins á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dreginn á brott af samstarfsmönnum sínum á meðan hann bölvaði starfsmönnum Verona í sand og ösku. Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan. Ítalska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er önnur slík rannsóknin á hendur Sarri á jafnmörgum vikum. Hann lét hafa eftir sér umdeild ummæli um dómgæsluna í leik Lazio síðustu helgi og gæti því átt yfir höfði sér tvöfalt bann eða sektir frá sambandinu. Lazio vann leikinn 2-0 og er með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur frá toppliði Napoli, í jafnri toppbaráttu á Ítalíu. Klippa: Serie A: Sarri sýnir puttann Ítalski boltinn Tengdar fréttir Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
„Ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri í síðustu viku þegar hann var spurður út í rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins á umdeildum ummælum hans um helgina. Sarri var ekki lengi að auka á vinnuálag lögfræðings síns en hann var afar ósáttur eftir að leikmaður Verona slapp við spjald þegar hann sló til Spánverjans Luis Alberto, leikmanns Lazio. Hinn 63 ára Sarri brást ókvæða við og sendi puttann á bekk andstæðinganna, líkt og sást í beinni útsendingu leiksins á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dreginn á brott af samstarfsmönnum sínum á meðan hann bölvaði starfsmönnum Verona í sand og ösku. Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan. Ítalska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er önnur slík rannsóknin á hendur Sarri á jafnmörgum vikum. Hann lét hafa eftir sér umdeild ummæli um dómgæsluna í leik Lazio síðustu helgi og gæti því átt yfir höfði sér tvöfalt bann eða sektir frá sambandinu. Lazio vann leikinn 2-0 og er með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur frá toppliði Napoli, í jafnri toppbaráttu á Ítalíu. Klippa: Serie A: Sarri sýnir puttann
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30