Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Glænýr hópur en sama niðurstaða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. september 2022 10:31 Fylki er spáð tíunda sæti Ljósleiðaradeildarinnar. Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Fylki tíunda og neðsta sæti deildarinnar á komadi tímabili. Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst með pompi og prakt næstkomandi þriðjudag og af því tilefni mun Vísir birta spá sem leikmenn deildarinnar settu saman fyrir tímabilið sem framundar er. Fylkismönnum er spáð tíunda og neðsta sæti deildarinnar, en liðið hafnaði í áttunda sæti á seinasta tímabili. Þá voru aðeins átta lið í deildinni og því er niðurstaðan sú sama í ár ef spáin gengur eftir. Fylkir mætir með splunkunýtt lið til leiks. Enginn af þeim sem mun spila fyrir liðið í ár spilaði með liðinu í fyrra, en kjarni núverandi liðs keppti í fyrstu deild á seinasta tímabili og hafnaði þar í sjöunda sæti af átta liðum. Fjórir af fimm leikmönnum liðsins hafa þó reynslu af efstu deild og liðið mun án efa reyna að nýta sér þá reynslu til að spyrna sér frá botninum. Lið Fylkis skipa þeir leFluff (Árni Bent Þráinsson), brnr (Birnir Clausson), snær (Jóel Snær Garcia Thorarensen), Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Gvendur (Guðmundur Karel Þorleifsson) Fyrsti leikur Fylkis er gegn nýliðum NÚ fimmtudaginn 15. september klukkan 19:30 og gefst Fylkismönnum þá tækifæri til að byrja tímabilið af krafti. Ljósleiðaradeildin hefst næstkomandi þriðjudag, 13. september, en útsending hefst klukkan 19:15 og verða tveir leikir spilarðir, kl 19:30 og 20:30. Á fimmtuddögum verða svo þrír leikir spilaðir til að loka umferðinni og hefst útsending þá líka kl 19:15, en leiktímar eru 19:30, 20:30 og 21:30. Beinar útsendingar alltaf á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ. Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn
Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst með pompi og prakt næstkomandi þriðjudag og af því tilefni mun Vísir birta spá sem leikmenn deildarinnar settu saman fyrir tímabilið sem framundar er. Fylkismönnum er spáð tíunda og neðsta sæti deildarinnar, en liðið hafnaði í áttunda sæti á seinasta tímabili. Þá voru aðeins átta lið í deildinni og því er niðurstaðan sú sama í ár ef spáin gengur eftir. Fylkir mætir með splunkunýtt lið til leiks. Enginn af þeim sem mun spila fyrir liðið í ár spilaði með liðinu í fyrra, en kjarni núverandi liðs keppti í fyrstu deild á seinasta tímabili og hafnaði þar í sjöunda sæti af átta liðum. Fjórir af fimm leikmönnum liðsins hafa þó reynslu af efstu deild og liðið mun án efa reyna að nýta sér þá reynslu til að spyrna sér frá botninum. Lið Fylkis skipa þeir leFluff (Árni Bent Þráinsson), brnr (Birnir Clausson), snær (Jóel Snær Garcia Thorarensen), Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Gvendur (Guðmundur Karel Þorleifsson) Fyrsti leikur Fylkis er gegn nýliðum NÚ fimmtudaginn 15. september klukkan 19:30 og gefst Fylkismönnum þá tækifæri til að byrja tímabilið af krafti. Ljósleiðaradeildin hefst næstkomandi þriðjudag, 13. september, en útsending hefst klukkan 19:15 og verða tveir leikir spilarðir, kl 19:30 og 20:30. Á fimmtuddögum verða svo þrír leikir spilaðir til að loka umferðinni og hefst útsending þá líka kl 19:15, en leiktímar eru 19:30, 20:30 og 21:30. Beinar útsendingar alltaf á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ.
Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn