„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 15:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir sneri aftur í íslenska landsliðshópinn fyrir síðasta verkefni og var því í Hollandi á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland varð að sætta sig við sárgrætilegt tap gegn heimakonum. Stöð 2 Sport Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira