Vísir frumsýnir stiklu úr myndinni sem sjá má hér að neðan. Í myndinni er fjallað um tilurð umhverfissamtakanna Extinction Rebellion sem spratt upp í Bretlandi árið 2018 í kjölfar sláandi skýrslu frá Milliríkjanefndinni um loftslagsbreytingar.
Fylgst er með samtökunum, baráttu þeirra fyrir málstaðnum og hvernig þau læra af af mistökum annarra baráttumanna. Stór hluti hópsins er kominn á aldur og fylgst er með því hvernig stjórnvöld lenda í vanda með hvernig eigi að meðhöndla borgaralega óhlýðni þeirra.
Sigurjón Sighvatsson var í ítarlegu viðtali við Innherja á Vísi í fyrra þar sem hann fór yfir ferilinn. Lesa má viðtalið hér að neðan.