Kaupin á Walsh gætu markað vatnaskil í kvennafótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 15:16 Keira Walsh og Lucy Bronze: Samherjar hjá Manchester Citu á síðustu leiktíð, Evrópumeistarar í sumar og samherjar hjá Barcelona á þessari leiktíð. Jonathan Moscrop/Getty Images Keira Walsh varð í gær dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans í gær. Vissulega er um að ræða dropa í hafið er kemur að kaupum og sölum á leikmönnum karla megin en þó er talið að kaup Barcelona á miðjumanni Manchester City geti markað tímamót. Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira