Eins og í fyrri tveimur þáttaröðunum munu 16 lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari.
Það var sannkallaður stórveldaslagur í fyrstu viðureigninni en þar áttust við FH og KR, en síðarnefnda félagið stóð uppi sem sigurvegari í síðustu þáttaröð.
Fyrir hönd FH kepptu leikarinn Björn Stefánsson og tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir en í liði KR voru tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson úr hljómsveitinni ClubDub og fjölmiðlakonan Nadine Guðrún Yaghi.
Viðureignin var æsispennandi og þegar aðeins ein spurning var eftir munaði tveimur stigum á liðunum og þrjú stig í pottinum.
Í þeirri spurningu var spurt um kvenmannsnafn sem tvö fyrirtæki hér á höfuðborgarsvæðinu bera.
Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn ættu ekki að skoða myndbandið hér að neðan en þar kemur í ljós hvernig fyrsta viðureignin fór.