Kynntur sem nýr ökumaður Alpine en mun aka fyrir McLaren Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 23:00 Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren, en ekki Alpine eins og liðið hafði kynnt. Clive Mason/Getty Images Ástralski ökumaðurinn Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren á næsta tímabili í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa verið kynntur sem nýr ökumaður Alpine-liðsins fyrr í sumar. Hann kemur í stað Daniel Ricciardo sem yfirgefu McLaren-liðið eftir tímabilið. Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso. Akstursíþróttir Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso.
Akstursíþróttir Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira