„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 20:41 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fjórða mark Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. „Mér fannst við mæta ótrúlega grimmar og ákveðnar í þennan leik Fyrstu 30 mínúturnar erum við að vinna alla fyrstu og aðra bolta og náum að keyra yfir þær og skora þessi tvö mörk tiltölulega snemma,“ sagði Glódís Perla að leik loknum. „Eftir það var kannski ekki mikið fyrir þær úr að moða, en að sama skapi þá fannst mér við klára leikinn á ótrúlega háu tempói. Við höldum bara áfram og klárum þennan leik gríðarlega vel.“ „Það getur alveg gerst í svona leik þegar andstæðingurinn er búinn að pakka í vörn að maður missi niður tempóið og fari svolítið að spila í kringum þær. En mér fannst við gera ótrúlega vel að halda áfram að vera með tempó og keyra á þær þegar við komumst í svæðin sem við vissum að væru opin.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði nokkrar breytingar á liðinu í kvöld. Hinar ungu Amanda Andradóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fengu tækifærið og Glódís hrósaði þeim fyrir sitt framlag. „Þær stóðu sig gríðarlega vel. Mér fannst Amanda eiga flottan leik og hún er svo „X-factor“ leikmaður sem getur gert óvænta hluti. Hún er frábær með boltann og það er eitthvað sem er gríðarlega sterkt fyrir lið eins og okkar að vera með svona leikmann eins og hana. Hún er bara að þroskast inn í þetta hlutverk gríðarlega vel og hún sýndi það bara í dag að hún getur vel byrjað svona leik. Það verður gaman að fylgjast með henni.“ „Sama með Mundu. Hún er búin að vera að glíma við meiðsli og veikindi og allskonar bras á henni, en mér fannst hún spila ótrúlega vel í dag og hún gefur okkur líka þennan sóknarleik sem okkur hefur vantað. Okkur hefur saknað að fá bakverðina okkar hærra upp á völlinn og í dag var það bara ótrúlega vel gert hjá þeim báðum. Þær náðu ótrúlega vel saman.“ Amanda skoraði einmitt í kvöld það sem hún hélt að hafi verið sitt fyrsta landsliðsmark. Það var hins vegar dæmt af vegna ragnstöðu, en ekki eru þó allir vissir um það að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Ég skil ekki ennþá af hverju þetta var ekki mark, en ég er ekki dómari. Hún átti skilið að fá þetta mark og það hefði verið gaman fyrir hana. Það kemur vonandi bara á þriðjudaginn,“ sagði Glódís. Næsti leikur Íslands er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um sæti á HM á næsta ári. Íslenska liðið hefur mikið talað um að ekki hafi einu sinni verið minnst á þann leik í aðdraganda leiksins í kvöld, en nú hlýtur staðan að vera önnur. „Við sögðum það strax að við yrðum að klára þennan leik og við ætluðum að gera það með góðri frammistöðu. Þá förum við inn í þriðjudagsleikinn með meira sjálfstraust og okkur líður betur. Það er gaman að fá sigurleik eftir EM og svona sigurfílinginn inn í hópinn.“ „Nú getum við loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn sem verður algjör hörkuleikur og algjör úrslitaleikur fyrir okkur.“ „Það er markmiði okkar [að tryggja HM-sætið á þriðjudaginn] og við ætlum ekkert í felur með það að okkur langar beint á HM. Þannig við förum í þennan leik á þriðjudaginn til að vinna, en við erum að fara að spila við ótrúlega sterkt lið Hollands sem ætlar sér líka beint á HM. Þannig þetta verður mikil barátta,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Hvít-Rússum Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Mér fannst við mæta ótrúlega grimmar og ákveðnar í þennan leik Fyrstu 30 mínúturnar erum við að vinna alla fyrstu og aðra bolta og náum að keyra yfir þær og skora þessi tvö mörk tiltölulega snemma,“ sagði Glódís Perla að leik loknum. „Eftir það var kannski ekki mikið fyrir þær úr að moða, en að sama skapi þá fannst mér við klára leikinn á ótrúlega háu tempói. Við höldum bara áfram og klárum þennan leik gríðarlega vel.“ „Það getur alveg gerst í svona leik þegar andstæðingurinn er búinn að pakka í vörn að maður missi niður tempóið og fari svolítið að spila í kringum þær. En mér fannst við gera ótrúlega vel að halda áfram að vera með tempó og keyra á þær þegar við komumst í svæðin sem við vissum að væru opin.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði nokkrar breytingar á liðinu í kvöld. Hinar ungu Amanda Andradóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fengu tækifærið og Glódís hrósaði þeim fyrir sitt framlag. „Þær stóðu sig gríðarlega vel. Mér fannst Amanda eiga flottan leik og hún er svo „X-factor“ leikmaður sem getur gert óvænta hluti. Hún er frábær með boltann og það er eitthvað sem er gríðarlega sterkt fyrir lið eins og okkar að vera með svona leikmann eins og hana. Hún er bara að þroskast inn í þetta hlutverk gríðarlega vel og hún sýndi það bara í dag að hún getur vel byrjað svona leik. Það verður gaman að fylgjast með henni.“ „Sama með Mundu. Hún er búin að vera að glíma við meiðsli og veikindi og allskonar bras á henni, en mér fannst hún spila ótrúlega vel í dag og hún gefur okkur líka þennan sóknarleik sem okkur hefur vantað. Okkur hefur saknað að fá bakverðina okkar hærra upp á völlinn og í dag var það bara ótrúlega vel gert hjá þeim báðum. Þær náðu ótrúlega vel saman.“ Amanda skoraði einmitt í kvöld það sem hún hélt að hafi verið sitt fyrsta landsliðsmark. Það var hins vegar dæmt af vegna ragnstöðu, en ekki eru þó allir vissir um það að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Ég skil ekki ennþá af hverju þetta var ekki mark, en ég er ekki dómari. Hún átti skilið að fá þetta mark og það hefði verið gaman fyrir hana. Það kemur vonandi bara á þriðjudaginn,“ sagði Glódís. Næsti leikur Íslands er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um sæti á HM á næsta ári. Íslenska liðið hefur mikið talað um að ekki hafi einu sinni verið minnst á þann leik í aðdraganda leiksins í kvöld, en nú hlýtur staðan að vera önnur. „Við sögðum það strax að við yrðum að klára þennan leik og við ætluðum að gera það með góðri frammistöðu. Þá förum við inn í þriðjudagsleikinn með meira sjálfstraust og okkur líður betur. Það er gaman að fá sigurleik eftir EM og svona sigurfílinginn inn í hópinn.“ „Nú getum við loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn sem verður algjör hörkuleikur og algjör úrslitaleikur fyrir okkur.“ „Það er markmiði okkar [að tryggja HM-sætið á þriðjudaginn] og við ætlum ekkert í felur með það að okkur langar beint á HM. Þannig við förum í þennan leik á þriðjudaginn til að vinna, en við erum að fara að spila við ótrúlega sterkt lið Hollands sem ætlar sér líka beint á HM. Þannig þetta verður mikil barátta,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Hvít-Rússum
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50