„Vorum bara yfirburðarlið á vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 20:13 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var að vonum kátur eftir öruggan 6-0 sigur liðsins gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann gekk svo langt að segja að leikurinn hafi nánast gengið fullkomlega upp. „Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Sjá meira
„Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50