KSÍ fær Barnaheill með sér í lið til forvarnarfræðslu innan félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 12:41 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kallaði eftir úrbótum þegar hún tók við embættinu síðasta haust. Nú fjölgar skrefum í þá átt. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við samtökin Barnaheill um tveggja ára fræðsluverkefni sem ætlað er að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og auka vitund innan aðildarfélaga KSÍ. Verkefnið hefst í haust. Mikið gustaði um sambandið í fyrra þegar sex íslenskir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og viðbrögð KSÍ í þeim málum gagnrýnd. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér sem og stjórn KSÍ fyrir sléttu ári síðan. Sérstök nefnd skipuð af KSÍ fór yfir málið og ferla hjá sambandinu og lagði til þónokkrar tillögur til bóta, en líkt og vakin var athygli á í gær hefur lítið bólað á mörgum þeirra og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem sat í nefndinni sem KSÍ skipaði, að ekki hefði nóg verið gert í þeim málum. Á meðal tillaga til úrbóta var að sambandið skildi vera leiðandi afl jafnréttismála í íþróttahreyfingunni og ná því fram með því að tryggja fræðslu um jafnrétti og kynferðisofbeldi bæði á meðal þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða hjá fótboltafélögum sem eiga aðild að sambandinu. Sambandið hefur stigið skref í þá átt en samkvæmt tilkynningu KSÍ er markmið samstarfsins við Barnaheill að „fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við,“. KSÍ hefur opnað fyrir skráningu félaga á landinu í verkefnið og segir í tilkynningu þess að vonir séu bundnar um góða skráningu á verkefnið sem mun standa yfir næstu tvö ár. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun heimsækja félögin sem skrá sig og sinna fræðslunni. Leiðrétt kl. 13:15: KSÍ tilkynnti upprunalega um samstarfið í maí en birti færsluna sem um ræðir á heimasíðu sinni á ný í gær. Upprunalega sagði í fréttinni að tilkynnt hefði verið um samstarfið í gær. Tilkynningu KSÍ má sjá hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Mikið gustaði um sambandið í fyrra þegar sex íslenskir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og viðbrögð KSÍ í þeim málum gagnrýnd. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér sem og stjórn KSÍ fyrir sléttu ári síðan. Sérstök nefnd skipuð af KSÍ fór yfir málið og ferla hjá sambandinu og lagði til þónokkrar tillögur til bóta, en líkt og vakin var athygli á í gær hefur lítið bólað á mörgum þeirra og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem sat í nefndinni sem KSÍ skipaði, að ekki hefði nóg verið gert í þeim málum. Á meðal tillaga til úrbóta var að sambandið skildi vera leiðandi afl jafnréttismála í íþróttahreyfingunni og ná því fram með því að tryggja fræðslu um jafnrétti og kynferðisofbeldi bæði á meðal þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða hjá fótboltafélögum sem eiga aðild að sambandinu. Sambandið hefur stigið skref í þá átt en samkvæmt tilkynningu KSÍ er markmið samstarfsins við Barnaheill að „fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við,“. KSÍ hefur opnað fyrir skráningu félaga á landinu í verkefnið og segir í tilkynningu þess að vonir séu bundnar um góða skráningu á verkefnið sem mun standa yfir næstu tvö ár. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun heimsækja félögin sem skrá sig og sinna fræðslunni. Leiðrétt kl. 13:15: KSÍ tilkynnti upprunalega um samstarfið í maí en birti færsluna sem um ræðir á heimasíðu sinni á ný í gær. Upprunalega sagði í fréttinni að tilkynnt hefði verið um samstarfið í gær. Tilkynningu KSÍ má sjá hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16