Lífið

Eignin eins og ný eftir að gólfið var pússað og allt málað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron og Ósk tóku eignina sína í gegn og útkoman frábær.
Aron og Ósk tóku eignina sína í gegn og útkoman frábær.

Ný þáttaröð af Gulli Byggir hófst á Stöð 2 í gærkvöldi en í fyrsta þættinum í seríunni heimsótti Gulli hjónin Ósk Gunnarsdóttur og Aron Þór Leifsson sem fjárfesti í hæð í Kópavoginum fyrir nokkru.

Ástand eignarinnar hefði getað verið betra en samt sem áður náðu þau að taka hæðina í gegn fyrir töluvert litla upphæð, miðað við verkefnið.

Parketið leit út fyrir að vera gjörónýtt en það var allt pússað upp og leit út eins og nýtt eftir ferlið. Eldhúsinnréttingin var komin til ára sinna en með málningu, nýjum vaski og nýrri borðplötu leit allt út eins og nýtt. Svo var íbúðin öll máluð með fallegum litum og útkoman glæsileg.

Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum þar sem sést hvernig eldhúsið breytist með því að sprautulakka og skipta um borðplötu.

Klippa: Eignin eins og ný eftir að gólfið var pússað og allt málað





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.