Baunar á forsetann vegna ummæla um konur í Formúlu 1 Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 16:30 Sebastian Vettel segir ekkert því til fyrirstöðu að konur keppi í Formúlu 1. Getty Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel harmar ummæli forseta Formúlu 1, Stefano Domenicali, um að konur væru langt frá því að komast inn í keppnina og segir hann hafa sent út kolröng skilaboð. Domenicali lét hafa eftir sér í gær að það þyrfti eitthvað á borð við það að lofsteinn lenti á plánetunni Jörð til að það myndi kona keppa í Formúlu 1 á næstu fimm árum. Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 síðan á áttunda áratug síðustu aldar. „Þetta var mjög óheppilegt orðaval,“ sagði Vettel. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki átt konu á brautinni.“ Domenicali útilokaði alls ekki að konur gætu keppt í Formúlu 1 í framtíðinni og hélt því fram að unnið væri að því að finna leiðir til að greiða leið þeirra þangað. Von væri á aðgerðum, sem hann vildi þó ekki greina frá nánar. Vettel segir að ummæli forsetans hafi hins vegar einfaldlega sent út röng skilaboð. „Það eru svona umæli sem ég býst við að konur og stelpur þurfi að eiga við þegar þær eru að vaxa úr grasi og deila með öðrum draumum sínum, sitjandi við morgunverðarborðið að segja að þær vilji verða ökuþórar,“ sagði Vettel. „Og pabbinn gæti hafa lesið eitthvað nákvæmlega svona og sagt: „Þér finnst aðrir hlutir líka skemmtilegir, af hverju ekki að einbeita sér að þeim?“ Þær einbeita sér þá kannski að öðru og hætta að hugsa um kappakstur. Það er mikilvægt að við segjum ekki eitthvað svona því það eru alls staðar neistar,“ sagði Vettel og skoraði á stelpur að sýna að Domenicali hefði rangt fyrir sér. „Þessi steríótýpu-hugsunarháttur er smám saman að hverfa en hann verður að hverfa alveg,“ sagði Vettel. Akstursíþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Domenicali lét hafa eftir sér í gær að það þyrfti eitthvað á borð við það að lofsteinn lenti á plánetunni Jörð til að það myndi kona keppa í Formúlu 1 á næstu fimm árum. Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 síðan á áttunda áratug síðustu aldar. „Þetta var mjög óheppilegt orðaval,“ sagði Vettel. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki átt konu á brautinni.“ Domenicali útilokaði alls ekki að konur gætu keppt í Formúlu 1 í framtíðinni og hélt því fram að unnið væri að því að finna leiðir til að greiða leið þeirra þangað. Von væri á aðgerðum, sem hann vildi þó ekki greina frá nánar. Vettel segir að ummæli forsetans hafi hins vegar einfaldlega sent út röng skilaboð. „Það eru svona umæli sem ég býst við að konur og stelpur þurfi að eiga við þegar þær eru að vaxa úr grasi og deila með öðrum draumum sínum, sitjandi við morgunverðarborðið að segja að þær vilji verða ökuþórar,“ sagði Vettel. „Og pabbinn gæti hafa lesið eitthvað nákvæmlega svona og sagt: „Þér finnst aðrir hlutir líka skemmtilegir, af hverju ekki að einbeita sér að þeim?“ Þær einbeita sér þá kannski að öðru og hætta að hugsa um kappakstur. Það er mikilvægt að við segjum ekki eitthvað svona því það eru alls staðar neistar,“ sagði Vettel og skoraði á stelpur að sýna að Domenicali hefði rangt fyrir sér. „Þessi steríótýpu-hugsunarháttur er smám saman að hverfa en hann verður að hverfa alveg,“ sagði Vettel.
Akstursíþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira