Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Yrði móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Yrði móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira