Segir „loftstein“ þurfa til að konur keppi í Formúlu 1 á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 Jamie Chadwick hefur verið afar sigursæl í kvennamótaröð Formúlunnar og hefur áhuga á að keppa í Formúlu 1. Getty/Clive Rose Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 kappakstrinum frá því um miðjan áttunda áratuginn. Forseti Formúlu 1, Stefano Domenicali, reiknar ekki með að það breytist á næstu fimm árum. Domenicali segir að forráðamenn Formúlu 1 séu engu að síður að leita leiða til þess að bæta sitt kerfi til að auka líkurnar á að konur keppi í sterkustu kappaksturskeppni heims. „Það er afar mikilvægt að við gerum líkurnar sem mestar á því að konur komi í F1. Við leggjum okkur algjörlega fram við það,“ sagði Domenicali en bætti við: „Ef við horfum á þetta raunsætt, ekki nema að eitthvað gerist á borð við að loftsteinn lendi hér, þá sé ég ekki að stelpa komi inn í F1 á næstu fimm árum. Það er mjög ólíklegt.“ Tvær konur hafa keppt í Formúlu 1, báðar ítalskar. Sú fyrri var Maria Teresa de Filippis sem keppti fimm sinnum á sjötta áratugnum, og Lella Lombardi keppti svo í tólf keppnum á áttunda áratugnum og er eina konan sem unnið hefur til stiga í Formúlu 1. Keppni í Formúlu W hefur verið tengd við keppni í Formúlu 1 í ár, og verið keppt á sömu brautum um sömu helgar þó að keppnirnar séu reyndar færri í Formúlu W.Getty/Francois Nel Forráðamenn F1 hafa reynt að gera W-mótaröðina, þar sem aðeins konur keppa, meira sýnilega með því að hafa mótin á sömu brautum og um sömu helgar og Formúla 1. Boðar aðgerðir til að greiða veg kvenna inn í Formúlu 1 „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með samstarfið við Formúlu W. En við teljum að til þess að stelpur geti keppt á sama stigi og strákarnir þá þurfi þær að vera á sama aldri þegar þær byrja að keppa á brautinni, í Formúlu 3 og Formúlu 2. Við erum að vinna í þessum málum til að sjá hvernig við getum bætt kerfið okkar. Og þið munuð sjá raunverulegar aðgerðir. Við viljum vinna þetta þannig að þær geti farið að keppa við strákana, á sama aldri, á réttum bíl,“ sagði Domenicali en vildi þó ekki fara út í það hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar. Sú besta stefnir á Formúlu 1 Jamie Chadwick hefur tvisvar sinnum unnið W-mótaröðina en hún hefur sagt að hún sé ekki viss um að konur ráði við líkamlegu kröfurnar sem fylgi því að komast inn í Formúlu 1. Eitt vandamálið er það að í Formúlu 2 og Formúlu 3 er ekki notast við vökvastýri. „Ég hef sett mér það markmið að keppa í Formúlu 1 en ég er ekki viss um að það sé hægt. Til að komast inn í Formúlu 1 þarf að fara í gegnum mótaraðirnar þar fyrir neðan, Formúlu 2 og Formúlu 3, og líkamlegu kröfurnar þar eru svakalegar,“ sagði Chadwick fyrr í sumar. „Formúla 1 krefst rosalega mikilla líkamlegra átaka, og við vitum ekki alveg hvað konur höndla í þessari íþrótt. Ef maður er 15 eða 16 ára, og fer út í að keppa í kappakstri, án vökvastýris og á stórum og þungum bílum, þá lenda margar konur í vandræðum, alveg sama þó að þær hafi notið velgengni í go-kart,“ sagði Chadwick. Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Domenicali segir að forráðamenn Formúlu 1 séu engu að síður að leita leiða til þess að bæta sitt kerfi til að auka líkurnar á að konur keppi í sterkustu kappaksturskeppni heims. „Það er afar mikilvægt að við gerum líkurnar sem mestar á því að konur komi í F1. Við leggjum okkur algjörlega fram við það,“ sagði Domenicali en bætti við: „Ef við horfum á þetta raunsætt, ekki nema að eitthvað gerist á borð við að loftsteinn lendi hér, þá sé ég ekki að stelpa komi inn í F1 á næstu fimm árum. Það er mjög ólíklegt.“ Tvær konur hafa keppt í Formúlu 1, báðar ítalskar. Sú fyrri var Maria Teresa de Filippis sem keppti fimm sinnum á sjötta áratugnum, og Lella Lombardi keppti svo í tólf keppnum á áttunda áratugnum og er eina konan sem unnið hefur til stiga í Formúlu 1. Keppni í Formúlu W hefur verið tengd við keppni í Formúlu 1 í ár, og verið keppt á sömu brautum um sömu helgar þó að keppnirnar séu reyndar færri í Formúlu W.Getty/Francois Nel Forráðamenn F1 hafa reynt að gera W-mótaröðina, þar sem aðeins konur keppa, meira sýnilega með því að hafa mótin á sömu brautum og um sömu helgar og Formúla 1. Boðar aðgerðir til að greiða veg kvenna inn í Formúlu 1 „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með samstarfið við Formúlu W. En við teljum að til þess að stelpur geti keppt á sama stigi og strákarnir þá þurfi þær að vera á sama aldri þegar þær byrja að keppa á brautinni, í Formúlu 3 og Formúlu 2. Við erum að vinna í þessum málum til að sjá hvernig við getum bætt kerfið okkar. Og þið munuð sjá raunverulegar aðgerðir. Við viljum vinna þetta þannig að þær geti farið að keppa við strákana, á sama aldri, á réttum bíl,“ sagði Domenicali en vildi þó ekki fara út í það hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar. Sú besta stefnir á Formúlu 1 Jamie Chadwick hefur tvisvar sinnum unnið W-mótaröðina en hún hefur sagt að hún sé ekki viss um að konur ráði við líkamlegu kröfurnar sem fylgi því að komast inn í Formúlu 1. Eitt vandamálið er það að í Formúlu 2 og Formúlu 3 er ekki notast við vökvastýri. „Ég hef sett mér það markmið að keppa í Formúlu 1 en ég er ekki viss um að það sé hægt. Til að komast inn í Formúlu 1 þarf að fara í gegnum mótaraðirnar þar fyrir neðan, Formúlu 2 og Formúlu 3, og líkamlegu kröfurnar þar eru svakalegar,“ sagði Chadwick fyrr í sumar. „Formúla 1 krefst rosalega mikilla líkamlegra átaka, og við vitum ekki alveg hvað konur höndla í þessari íþrótt. Ef maður er 15 eða 16 ára, og fer út í að keppa í kappakstri, án vökvastýris og á stórum og þungum bílum, þá lenda margar konur í vandræðum, alveg sama þó að þær hafi notið velgengni í go-kart,“ sagði Chadwick.
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti