Stiklusúpa: Allt það helsta frá fyrsta kvöldi Gamescom Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2022 22:32 Tölvuleikjasýningin Gamescom 2022 hófst í kvöld en af því tilefni voru fjölmargir leikir sem eru í vinnslu opinberaðir í fyrsta sinn. Þar að auki voru sýndar stiklur og margt annað góðmeti. Sony opinberaði til að mynda nýjar fjarstýringar fyrir PlayStation 5 sem eiga að fara í sölu á næstunni. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það sem sýnt var á fyrsta kvöldi Gamescom 2022. Stiklurnar eru ekki í neinni sérstakri röð og textinn við þær er ekki upp á marga fiska. DualSense Edge Sony tilkynnti að gefa á út nýja fjarstýringu fyrir PlayStation 5 á næstunni. Eigendur hennar eiga að geta breytt stillingum hennar til að henda mismunandi spilurum og breytt útliti fjarstýringarinnar. Frekari upplýsingar má finna á vef Sony. Goat Simulator Þetta var í fyrsta sinn sem spilun úr Goat Simulator 3 var sýnd opinberlega og óhætt er að segja að óreiðan ræður ríkjum í þessum leik. Hvern hefði grunað að líf geita væri svona sturlað? Til stendur að gefa leikinn út í nóvember. Hogwarts Legacy Framleiðsla leiksins Hogwarts Legacy hefur staðið yfir í nokkur ár en nú í kvöld fengu áhugasamir í fyrsta sinn svipmyndir af sögu leiksins. Eins og nafnið gefur til kynna gerist hann í galdraskólanum stórhættulega og virðist fjalla að miklu leyti um hinar myrku listir. Til stendur að gefa leikinn út í febrúar á næsta ári. New Tales From the Borderlands Leikurinn New Tales from the Borderlands er hið frumlega heiti framhaldsleiks Tales from the Borderlands frá 2015. Hann er sögudrifinn og fjallar um þrjár manneskjur sem taka að sér að bjarga heiminum. Gefa á þennan leik út í október. Dune: Awakening Leikurinn Dune Awakening var opinberaður í kvöld. Þar er um að ræða fjölspilunarleik sem gengur út á það að lifa af gífurlega erfiðar aðstæður á plánetunni Arrakis. Þúsundir spilara munu spila á sömu vefþjónunum. Ekki liggur fyrir hvenær gefa á leikinn út en skráning í Beta-prófanir mun brátt hefjast. Sonic Frontiers Hinn hraðskreiði broddgöltur Sonic mun snúa aftur á næstunni. Everywhere Leikurinn Everywhere var opinberaður í kvöld en guð veit hvað hann fjallar um. Þetta ku vera fjölspilunarleikur en stiklan segir mann bókstaflega ekki neitt. Það eru samt bílar þarna og einhverjir skotbardagar. Það er eitthvað. Leikurinn á að koma út á næsta ári. Dying Light 2: Bloody Ties Fyrsti aukapakki Dying Light 2 var opinberaður í kvöld. Hann kallast Bloody Ties og virðist snúast að einhverju leyti um hringleikahús þar sem spilarar munu berjast við menn, uppvakninga og önnur skrímsli. Tortuga: A Pirate‘s Tale Sýnd var stutt stikla frá leiknum Tortuga: A Pirate‘s Tale. Ég er ekki vísindamaður en mig grunar að leikurinn fjalli um sjóræningja. Til stendur að birta lengri stiklu á morgun. Under the Waves Quantic Dream og Parallel Studio opinberuðu neðansjávarævintýraleikinn Under the Waves. Hann fjallar um kafara sem vinnur fyrir olíuleitarfyrirtæki í Norðursjó og á að gerast um 1970. Til stendur að gefa leikinn út á næsta ári. Return to Monkey Island Framleiðendur Return to Monkey Island opinberuðu í kvöld að leikurinn verður gefinn út í næsta mánuði. Það gerðu þeir á einkar skemmtilegan máta. Stranded: Alien Dawn Þessi leikur gengur út á að lifa af við erfiðar aðstæður á ókunnugri plánetu. Leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Surviving Mars, sem snýst um að byggja nýlendu á annari plánetu. Ég man ekki hverri. Atlas Fallen Atlas Fallen er áhugaverður ævintýra-/hasarleikur sem á að gerast í hálf-opnum heimi. Það er rosalega mikið af sandi og sandgöldrum einhverjum í stiklunni. Leikurinn verður gefinn út á næsta ári. Gotham Knights Warner Bros. Games sýndu nýja stiklu fyrir leikinn Gotham Knights. Stiklan varpaði ljósi á vondukalla leiksins. Leikurinn verður gefinn út í október. Dead Island 2 Leikurinn Dead Island 2 á sér langa og erfiða framleiðslusögu. Nú virðist sem að henni eigi loksins að ljúka og munu spilarar þá geta farið að leika sér að því að endurdrepa uppvakninga. Leikurinn verður gefinn út í febrúar á næsta ári. Lies of P Leiknum Lies of P virðist ætlað að svara þeirri spurningu; „Hvað ef Gosi væri meira vélmenni en tréstrákur og þyrfti að berjast við skrímsli?“ Leikurinn er sagður vera í anda Bloodborne. Hann verður gefinn út á næsta ári. Wyrdsong Something Wicked Games kynntu hlutverkaleik (RPG) sem kallast Wyrdsong. Hann er framleiddur af hópi reynslumikilla leikjaframleiðenda sem hafa komið að þó nokkrum mjög vinsælum leikjum í gegnum árin. Stiklan segir þó lítið um leikinn sjálfan. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Sony opinberaði til að mynda nýjar fjarstýringar fyrir PlayStation 5 sem eiga að fara í sölu á næstunni. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir það sem sýnt var á fyrsta kvöldi Gamescom 2022. Stiklurnar eru ekki í neinni sérstakri röð og textinn við þær er ekki upp á marga fiska. DualSense Edge Sony tilkynnti að gefa á út nýja fjarstýringu fyrir PlayStation 5 á næstunni. Eigendur hennar eiga að geta breytt stillingum hennar til að henda mismunandi spilurum og breytt útliti fjarstýringarinnar. Frekari upplýsingar má finna á vef Sony. Goat Simulator Þetta var í fyrsta sinn sem spilun úr Goat Simulator 3 var sýnd opinberlega og óhætt er að segja að óreiðan ræður ríkjum í þessum leik. Hvern hefði grunað að líf geita væri svona sturlað? Til stendur að gefa leikinn út í nóvember. Hogwarts Legacy Framleiðsla leiksins Hogwarts Legacy hefur staðið yfir í nokkur ár en nú í kvöld fengu áhugasamir í fyrsta sinn svipmyndir af sögu leiksins. Eins og nafnið gefur til kynna gerist hann í galdraskólanum stórhættulega og virðist fjalla að miklu leyti um hinar myrku listir. Til stendur að gefa leikinn út í febrúar á næsta ári. New Tales From the Borderlands Leikurinn New Tales from the Borderlands er hið frumlega heiti framhaldsleiks Tales from the Borderlands frá 2015. Hann er sögudrifinn og fjallar um þrjár manneskjur sem taka að sér að bjarga heiminum. Gefa á þennan leik út í október. Dune: Awakening Leikurinn Dune Awakening var opinberaður í kvöld. Þar er um að ræða fjölspilunarleik sem gengur út á það að lifa af gífurlega erfiðar aðstæður á plánetunni Arrakis. Þúsundir spilara munu spila á sömu vefþjónunum. Ekki liggur fyrir hvenær gefa á leikinn út en skráning í Beta-prófanir mun brátt hefjast. Sonic Frontiers Hinn hraðskreiði broddgöltur Sonic mun snúa aftur á næstunni. Everywhere Leikurinn Everywhere var opinberaður í kvöld en guð veit hvað hann fjallar um. Þetta ku vera fjölspilunarleikur en stiklan segir mann bókstaflega ekki neitt. Það eru samt bílar þarna og einhverjir skotbardagar. Það er eitthvað. Leikurinn á að koma út á næsta ári. Dying Light 2: Bloody Ties Fyrsti aukapakki Dying Light 2 var opinberaður í kvöld. Hann kallast Bloody Ties og virðist snúast að einhverju leyti um hringleikahús þar sem spilarar munu berjast við menn, uppvakninga og önnur skrímsli. Tortuga: A Pirate‘s Tale Sýnd var stutt stikla frá leiknum Tortuga: A Pirate‘s Tale. Ég er ekki vísindamaður en mig grunar að leikurinn fjalli um sjóræningja. Til stendur að birta lengri stiklu á morgun. Under the Waves Quantic Dream og Parallel Studio opinberuðu neðansjávarævintýraleikinn Under the Waves. Hann fjallar um kafara sem vinnur fyrir olíuleitarfyrirtæki í Norðursjó og á að gerast um 1970. Til stendur að gefa leikinn út á næsta ári. Return to Monkey Island Framleiðendur Return to Monkey Island opinberuðu í kvöld að leikurinn verður gefinn út í næsta mánuði. Það gerðu þeir á einkar skemmtilegan máta. Stranded: Alien Dawn Þessi leikur gengur út á að lifa af við erfiðar aðstæður á ókunnugri plánetu. Leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Surviving Mars, sem snýst um að byggja nýlendu á annari plánetu. Ég man ekki hverri. Atlas Fallen Atlas Fallen er áhugaverður ævintýra-/hasarleikur sem á að gerast í hálf-opnum heimi. Það er rosalega mikið af sandi og sandgöldrum einhverjum í stiklunni. Leikurinn verður gefinn út á næsta ári. Gotham Knights Warner Bros. Games sýndu nýja stiklu fyrir leikinn Gotham Knights. Stiklan varpaði ljósi á vondukalla leiksins. Leikurinn verður gefinn út í október. Dead Island 2 Leikurinn Dead Island 2 á sér langa og erfiða framleiðslusögu. Nú virðist sem að henni eigi loksins að ljúka og munu spilarar þá geta farið að leika sér að því að endurdrepa uppvakninga. Leikurinn verður gefinn út í febrúar á næsta ári. Lies of P Leiknum Lies of P virðist ætlað að svara þeirri spurningu; „Hvað ef Gosi væri meira vélmenni en tréstrákur og þyrfti að berjast við skrímsli?“ Leikurinn er sagður vera í anda Bloodborne. Hann verður gefinn út á næsta ári. Wyrdsong Something Wicked Games kynntu hlutverkaleik (RPG) sem kallast Wyrdsong. Hann er framleiddur af hópi reynslumikilla leikjaframleiðenda sem hafa komið að þó nokkrum mjög vinsælum leikjum í gegnum árin. Stiklan segir þó lítið um leikinn sjálfan.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira