Leiðinlegasta lið Bretlandseyja? Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 13:30 Úr markalausu jafntefli Preston og Watford í gær. Mike Morese/MI News/NurPhoto via Getty Images Stuðningsmenn Preston North End fá ekki mikið fyrir aðgangseyri sinn þessa dagana. Félagið setti í gær met yfir skort á mörkum. Preston spilar í ensku B-deildinni og gerði í gær markalaust jafntefli við Watford á heimavelli sínum, Deepdale. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni eftir fimm leiki, sem þykir nokkuð afrek. Á móti kemur að Preston hefur aðeins skorað eitt mark í leikjunum fimm. Liðið hefur því gert fjögur markalaus jafntefli og unnið einn leik, gegn Luton Town í þriðju umferð, 1-0, þar sem Bradley Potts skoraði eina mark liðsins í deildinni til þessa. 1 - Preston North End have only scored once in their first five league games this season, while they re yet to concede a goal this is the fewest goals ever scored in a team s first five games of an English Football League campaign. Starved.— OptaJoe (@OptaJoe) August 20, 2022 Tölfræðiveitan Opta vekur athygli á því að þetta er met í ensku deildarkeppninni. Aldrei hafa eins fá mörk verið skoruð í fyrstu fimm leikjum félags á Englandi, sama hvaða stigs deildarkeppninnar er litið til. Þá þykir þetta einnig athyglisvert í ljósi þess að Preston vildi blása til sóknar þegar það réði þjálfara liðsins, Ryan Lowe, til starfa í fyrra. Sá hefur ávallt þótt sóknarþenkjandi þjálfari sem vill keyra yfir andstæðinga. Sjálfur hefur hann sagt Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, og Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, auk æskuvinar síns Steven Gerrard, vera sínar helstu fyrirmyndir. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Sjá meira
Preston spilar í ensku B-deildinni og gerði í gær markalaust jafntefli við Watford á heimavelli sínum, Deepdale. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni eftir fimm leiki, sem þykir nokkuð afrek. Á móti kemur að Preston hefur aðeins skorað eitt mark í leikjunum fimm. Liðið hefur því gert fjögur markalaus jafntefli og unnið einn leik, gegn Luton Town í þriðju umferð, 1-0, þar sem Bradley Potts skoraði eina mark liðsins í deildinni til þessa. 1 - Preston North End have only scored once in their first five league games this season, while they re yet to concede a goal this is the fewest goals ever scored in a team s first five games of an English Football League campaign. Starved.— OptaJoe (@OptaJoe) August 20, 2022 Tölfræðiveitan Opta vekur athygli á því að þetta er met í ensku deildarkeppninni. Aldrei hafa eins fá mörk verið skoruð í fyrstu fimm leikjum félags á Englandi, sama hvaða stigs deildarkeppninnar er litið til. Þá þykir þetta einnig athyglisvert í ljósi þess að Preston vildi blása til sóknar þegar það réði þjálfara liðsins, Ryan Lowe, til starfa í fyrra. Sá hefur ávallt þótt sóknarþenkjandi þjálfari sem vill keyra yfir andstæðinga. Sjálfur hefur hann sagt Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, og Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, auk æskuvinar síns Steven Gerrard, vera sínar helstu fyrirmyndir.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Sjá meira