Sómalski herinn batt enda á umsátur um hótel í Mogadishu Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 08:40 Hópur hermanna á vakt í miðbæ Mogadishu í Sómalíu. AP/Farah Abdi Warsameh Yfirvöld í Sómalíu bundu í gærkvöldi enda á blóðuga árás á hótel í höfuðborginni Mogadishu. Talið er að um tuttugu manns hafi verið drepnir þegar árásarmenn réðust inn í Hayat hótel og héldu gestum þess í gíslingu í meira en þrjátíu klukkustundir. Hópur árásarmanna réðust inn á Hayat-hótelið í Mogadishu í fyrrakvöld vopnaðir byssum og sprengdu sprengjur. Í kjölfarið sendu þeir frá sér tilkynningu þar sem þeir hótuðu að drepa alla gestina. Öryggissveitir sómalska hersins brugðust við árásinni og létu sprengjum rigna á hótelið á meðan árásarmennirnir byrgðu sig inni í hótelinu. Rúmum þrjátíu klukkustundum náði herinn að yfirbuga árásarmennina. Ismael Abdi, hótelstjóri Hayat hótels, sagði við AP að þó umsátri árásarmannanna væri lokið væru öryggissveitir enn að vinna að því að tæma svæðið. En hótelið er illa farið eftir að öryggissveitir hersins létu sprengjum rigna yfir það í umsátrinu. Þekkt hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð Lögreglan hefur ekki enn gefið nákvæma útskýringu á því hvernig árásin átti sér stað og hvernig henni vatt fram. Þá er ekki heldur ljóst hvernig árásarmennirnir komust inn í hótelið. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab, sem tengjast al-Qaida böndum, hafa hins vegar lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni sem er sú nýjasta í röð árása á staði sem embættismenn stjórnvalda hafa heimsótt. Árásin á hótelið er jafnframt fyrsta hryðjuverkaárásin í Mogadishu frá því Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, tók við stjórn landsins í maí eftir stjórnarkreppu. Eins og sjá má hér er Hayat hótel ansi illa farið eftir árásina.Getty/Abukar Mohamed Muhudin Sómalía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Hópur árásarmanna réðust inn á Hayat-hótelið í Mogadishu í fyrrakvöld vopnaðir byssum og sprengdu sprengjur. Í kjölfarið sendu þeir frá sér tilkynningu þar sem þeir hótuðu að drepa alla gestina. Öryggissveitir sómalska hersins brugðust við árásinni og létu sprengjum rigna á hótelið á meðan árásarmennirnir byrgðu sig inni í hótelinu. Rúmum þrjátíu klukkustundum náði herinn að yfirbuga árásarmennina. Ismael Abdi, hótelstjóri Hayat hótels, sagði við AP að þó umsátri árásarmannanna væri lokið væru öryggissveitir enn að vinna að því að tæma svæðið. En hótelið er illa farið eftir að öryggissveitir hersins létu sprengjum rigna yfir það í umsátrinu. Þekkt hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð Lögreglan hefur ekki enn gefið nákvæma útskýringu á því hvernig árásin átti sér stað og hvernig henni vatt fram. Þá er ekki heldur ljóst hvernig árásarmennirnir komust inn í hótelið. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab, sem tengjast al-Qaida böndum, hafa hins vegar lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni sem er sú nýjasta í röð árása á staði sem embættismenn stjórnvalda hafa heimsótt. Árásin á hótelið er jafnframt fyrsta hryðjuverkaárásin í Mogadishu frá því Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, tók við stjórn landsins í maí eftir stjórnarkreppu. Eins og sjá má hér er Hayat hótel ansi illa farið eftir árásina.Getty/Abukar Mohamed Muhudin
Sómalía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira