Lífið

Hamagangi Rúriks við orgelið lauk með brothljóði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúrik í spurningaþættinum ásamt þeim Eckart von HIrschhausen, Enie van de Meiklokjes og Frank Plasberg.
Rúrik í spurningaþættinum ásamt þeim Eckart von HIrschhausen, Enie van de Meiklokjes og Frank Plasberg. WDR/Ben Knabe

SOS Barnaþorpunum á Ís­landi hafa und­an­farna mán­uði borist pen­inga­greiðsl­ur frá sjón­varps­stöðv­um í Þýskalandi sem nema sam­tals tæp­lega 2,2 millj­ón­um króna.

Um er að ræða fjár­hæð­ir sem Rúrik Gísla­son, vel­gjörða­sendi­herra SOS á Ís­landi, vann sér inn í spurn­inga- og þrauta­þátt­um þar sem verð­launa­fé kepp­enda renn­ur til góð­gerð­ar­mála.

Rúrik kaus að láta vinn­ings­fé sitt í um­rædd­um sjón­varps­þátt­um í Þýskalandi renna til SOS á Ís­landi. Um er að ræða þrjár greiðsl­ur, rúm­ar 41 þús­und krón­ur, rúm­ar 462 þús­und krón­ur og rúm­ar 1,6 millj­ón­ir króna. Frá þessu er greint á vef SOS Barnaþorpa.

Þar segur að upp­hæð­inni verði ráð­staf­að í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS í Mala­ví sem SOS á Ís­landi er í ábyrgð fyr­ir og heim­sótti Rúrik ein­mitt verk­efna­svæð­ið þar í landi í janú­ar á þessu ári.

Rúrik vann hæstu fjár­hæð­ina í spurn­inga- og þrauta­þætt­in­um Hirschhau­sens Quiz des Menschen sem sýnd­ur var í maí á sjón­varps­stöð­inni Das Er­ste, 1,6 millj­ón­ir króna. Þar gekk á ýmsu eins og sjá má í með­fylgj­andi mynd­skeiði frá keppn­inni „Flösku­org­el­ið".

Rúrik fékk það verk­efni að spila lag­ið „Seven Nati­on Army" eft­ir hljóm­sveit­ina „The White Stripes" á flösk­ur sem fyllt­ar voru með mis­miklu magni af vatni. Svo ákaf­ur var Rúrik í tón­listar­flutn­ingi sín­um að hann braut eina flösk­una.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.