Aldrei boðið í partý nema gítarinn fylgi með Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 18:01 Tónlistarmaðurinn Sváfnir var að senda frá sér nýtt lag. Aðsend Allt frá því að tónlistarmaðurinn Sváfnir fékk sinn fyrsta gítar um tíu ára gamall hefur það verið einhverskonar náttúrulögmál að gítarinn rati í hendurnar á honum þar sem fólk kemur saman á mannamótum og í partýjum. Sváfnir var nú að senda frá sér nýtt lag, Gítarinn, en í laginu fjallar hann um blessun og bölvun gítarleikarans að vera aldrei boðið í partý nema að gítarinn fylgi með. Gítarinn samfélagsþjónusta „Ég er sannfærður um að öll sem spila á gítar tengi mjög hressilega við þetta lag. Það hvílir auðvitað á okkur einhverskonar skylda eða krafa um þá samfélagsþjónustu að spila á gítarinn í partýjum og vera skemmtileg. Og ég veit að flestum gítarleikurum þykir alveg gaman að láta ljós sitt skína á mannamótum,“ segir Sváfnir og bætir við: „Auðvitað vill maður hafa mikið um það að segja hvað er sungið og ég fæ til dæmis algera mótþróaþrjóskuröskun þegar farið er að dreifa ljósrituðum textum á alla í partýinu, þá líður mér bara eins og einhverri vél.“ Innri baráttan í spaugilegu ljósi Sváfnir hefur varið hluta af sumrinu í Stúdíó Paradís til að hljóðrita efni á væntanlega plötu sem kemur út fyrir næstu jól. „Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið beðinn um að kippa gítarnum með þegar mér er boðið á mannfagnaði og viðburði. Mér þykir alltaf vænt um það, mér finnst nefnilega gaman að spila á gítar og syngja með skemmtilegu fólki. Á tímabili þvældist þetta samt fyrir mér. Mér leið eins og það væru allir orðnir leiðir á þessu gutli. Svo í stað þess að svara: „Já auðvitað kippi ég gítarnum með“, þá var ég farinn að tafsa einhverja vitleysu. „Nei er það, eru ekki allir búnir að fá nóg af þessu glamri í mér?“ Lagið Gítarinn fjallar um þessa innri baráttu og er tilraun til þess að sjá hana í spaugilegu ljósi.“ View this post on Instagram A post shared by Sváfnir Sigurðarson (@svafnirsig) Skorar á alla trúbadora landsins Lagið hefur verið í bígerð í rúmt ár. „Það spaugilega var að þegar ég var nýbúinn að skrifa textann þá hringdi vinnufélagi minn í mig og spurði hvort ég væri ekki í stuði til þess að kippa gítarnum með mér á fyrirhugaðan starfsdag sem ætti að enda með smá fjöri. Ég hló mig út af stólnum, en tók að sjálfsögðu gítarinn með.“ Sváfnir með gítarinn.Aðsend Sváfnir segir lagið vera í karabískum anda. „Ég fékk meðal annars gamlan félaga frá New Orleans sem ég kynntist í Danmörku til þess að spila á Steel drums og sá hljómur fullkomnaði þessa stemningu. Það er hópur af góðu fólki sem er að vinna plötuna með mér og í laginu eru átta hljóðfæraleikarar. Það íróníska er að það er örugglega alveg glatað að spila þetta lag einn á gítar. En ég skora á alla trúbadora landsins að gefa því séns.“ View this post on Instagram A post shared by Sváfnir Sigurðarson (@svafnirsig) Gítarinn er annað lagið sem fer í spilun af væntanlegri plötu en fyrra lagið ber nafnið Allt of gamall og kom út í vor við góðar viðtökur. Sváfnir hefur verið nokkuð iðinn við að spila í sumar og stefnir á að halda útgáfutónleika fyrir jólin þar sem hann mun spila nýju plötuna ásamt því besta af fyrri plötum sínum. Tónlist Tengdar fréttir Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. 19. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gítarinn samfélagsþjónusta „Ég er sannfærður um að öll sem spila á gítar tengi mjög hressilega við þetta lag. Það hvílir auðvitað á okkur einhverskonar skylda eða krafa um þá samfélagsþjónustu að spila á gítarinn í partýjum og vera skemmtileg. Og ég veit að flestum gítarleikurum þykir alveg gaman að láta ljós sitt skína á mannamótum,“ segir Sváfnir og bætir við: „Auðvitað vill maður hafa mikið um það að segja hvað er sungið og ég fæ til dæmis algera mótþróaþrjóskuröskun þegar farið er að dreifa ljósrituðum textum á alla í partýinu, þá líður mér bara eins og einhverri vél.“ Innri baráttan í spaugilegu ljósi Sváfnir hefur varið hluta af sumrinu í Stúdíó Paradís til að hljóðrita efni á væntanlega plötu sem kemur út fyrir næstu jól. „Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið beðinn um að kippa gítarnum með þegar mér er boðið á mannfagnaði og viðburði. Mér þykir alltaf vænt um það, mér finnst nefnilega gaman að spila á gítar og syngja með skemmtilegu fólki. Á tímabili þvældist þetta samt fyrir mér. Mér leið eins og það væru allir orðnir leiðir á þessu gutli. Svo í stað þess að svara: „Já auðvitað kippi ég gítarnum með“, þá var ég farinn að tafsa einhverja vitleysu. „Nei er það, eru ekki allir búnir að fá nóg af þessu glamri í mér?“ Lagið Gítarinn fjallar um þessa innri baráttu og er tilraun til þess að sjá hana í spaugilegu ljósi.“ View this post on Instagram A post shared by Sváfnir Sigurðarson (@svafnirsig) Skorar á alla trúbadora landsins Lagið hefur verið í bígerð í rúmt ár. „Það spaugilega var að þegar ég var nýbúinn að skrifa textann þá hringdi vinnufélagi minn í mig og spurði hvort ég væri ekki í stuði til þess að kippa gítarnum með mér á fyrirhugaðan starfsdag sem ætti að enda með smá fjöri. Ég hló mig út af stólnum, en tók að sjálfsögðu gítarinn með.“ Sváfnir með gítarinn.Aðsend Sváfnir segir lagið vera í karabískum anda. „Ég fékk meðal annars gamlan félaga frá New Orleans sem ég kynntist í Danmörku til þess að spila á Steel drums og sá hljómur fullkomnaði þessa stemningu. Það er hópur af góðu fólki sem er að vinna plötuna með mér og í laginu eru átta hljóðfæraleikarar. Það íróníska er að það er örugglega alveg glatað að spila þetta lag einn á gítar. En ég skora á alla trúbadora landsins að gefa því séns.“ View this post on Instagram A post shared by Sváfnir Sigurðarson (@svafnirsig) Gítarinn er annað lagið sem fer í spilun af væntanlegri plötu en fyrra lagið ber nafnið Allt of gamall og kom út í vor við góðar viðtökur. Sváfnir hefur verið nokkuð iðinn við að spila í sumar og stefnir á að halda útgáfutónleika fyrir jólin þar sem hann mun spila nýju plötuna ásamt því besta af fyrri plötum sínum.
Tónlist Tengdar fréttir Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. 19. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. 19. ágúst 2022 13:30