Við kíktum á nokkrar flottar vörur á útsölunni í Vogue fyrir heimilið en þar er 20 til 70% afsláttur í gangi.
Leður, bast og ull

Brúnt leður í bland við svart er svakalega flott. Cliff hægindastóllinn frá Het Anker er stílhreinn og þægilegur og á 20% afslætti. Villa collection borðstofustóllinn er líka virkilega flottur og glæsilegur við borð en stóllinn er á 40 % afslætti þessa dagana. Hann er líka æðislegur einn og sér, til dæmis í forstofuna og auðvelt að fegra hann enn meira með fallegum púða eða kasta yfir hann gæru. Villa collection gæruskinnið er til dæmis einnig á 40% afslætti.
Glæsilegt viðarborð

Collection baststóllinn færi frábærlega vel við Rowico Brooklyn borðstofuborðið en það er á 20% afslætti. Ofan á borðið væri flott að smella bakkanum frá Koopman, fallegur bakki úr mangóvið á fótum sem er tilvalinn sem ávaxtaskál eða undir skrautmuni. Bakkinn er á 15% afslætti.
Fáguð stemming með svartri eik

Skenkurinn er frá Richmond Interiors úr svartri eik er á 40% afslætti. Rennihurðin er spónlögð í fallegu munstri og hann er stórglæsilegur undir sjónvarpið eða fallega skrautmuni í stofunni. Hái skápurinn úr nýju línunni frá Dawood er einnig geggjaður í stofuna undir sparistellið og glösin en hann er á 50% afslætti. Og meira svart? Barstóllinn frá Rowico passar alls staðar inn og er einstaklega þægilegur. Hann er á 20% afslætti.
Gjafavara og skrautmunir

15% afsláttur er af flestallri gjafa- og skrautvöru í versluninni og tilvalið að nýta sér gott verð til að uppfæra aðeins í skápunum. Hvítvínsglösin frá danska framleiðandanum Lyngby eru stílhrein á borði og kampavínsglösin frá Libbey eru nauðsynleg fyrir haustfagnaðina. Vínflöskukælirinn frá HIT bjargar partíinu og heldur víninu við rétt hitastig.
Það er alltaf gaman að leggja fallega á borð þegar von er á gestum og svörtu hnífapörin frá Amefa vekja alltaf athygli. Þau eru á 15% afslætti.

Þægindi og glæsileiki
Wizz hægindastóllinn sem slegið hefur í gegn er á útsölunni. Hér fara saman glæsileiki og þægindi en í Wizz er hægt að halla bakinu vel aftur og lyfta fótskemlinum með einu handtaki. Wizz er til í líflegum litum og spurning um að skella sér á einn grænan á útsölunni til að brjóta aðeins upp stílinn í stofunni.

Og fyrst við erum farin að hugsa um þægindin þá þykja satín sængurverin frá Fussenegger algjörlega ómótstæðileg fyrir góða svefn. Þau eru á 50% afslætti og því kjörið að verða sér úti um eitt sett til að kúra undir í komandi haustlægðum.
Þetta er aðeins brot af því sem er að finna á útsölunni í Vogue fyrir heimilið. Á heimasíðunni er hægt að skoða úrvalið á útsölunni á þægilegan hátt undir útsöluflipanum.