Mbl.is greindi fyrst frá þessu en fram kemur í fréttinni að Kristín og Arnar hafi keypt húsið árið 2011. Hjónin hafi skilið í kjölfar þess að upp komst um samband Arnars og Vítalíu Lazarevu. Húsið var skráð á sölu 12. ágúst síðastliðinn.
Fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis að húsið sé 232,3 fermetrar en við það standi 61 fermetra bílskúr. Lóðin sjálf sé rúmir 1.100 fermetrar með útsýni yfir sjóinn. Húsið stendur við Súlunes 17 í Garðabæ.
Húsinu sé vel við haldið og byggt á þremur pöllum. Húsið hafi verið byggt árið 1990, þar séu þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Óskað er eftir tilboðum í húsið en fasteignamatið nemur 119,7 milljónum og brunabótamat 145,6 milljónum.








