Lífið

Hús Kristínar og Arnars komið á sölu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hús Arnars Grant og Kristínar Hrannar á Arnarnesinu hefur verið sett á sölu.
Hús Arnars Grant og Kristínar Hrannar á Arnarnesinu hefur verið sett á sölu. Vísir

Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hafa sett einbýlishúsið sitt á Arnarnesi á sölu. Húsið er rúmlega tvö hundruð fermetrar, með sjö herbergjum og er óskað eftir tilboðum í það.

Mbl.is greindi fyrst frá þessu en fram kemur í fréttinni að Kristín og Arnar hafi keypt húsið árið 2011. Hjónin hafi skilið í kjölfar þess að upp komst um samband Arnars og Vítalíu Lazarevu. Húsið var skráð á sölu 12. ágúst síðastliðinn. 

Fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis að húsið sé 232,3 fermetrar en við það standi 61 fermetra bílskúr. Lóðin sjálf sé rúmir 1.100 fermetrar með útsýni yfir sjóinn. Húsið stendur við Súlunes 17 í Garðabæ. 

Húsinu sé vel við haldið og byggt á þremur pöllum. Húsið hafi verið byggt árið 1990, þar séu þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. 

Óskað er eftir tilboðum í húsið en fasteignamatið nemur 119,7 milljónum og brunabótamat 145,6 milljónum. 

Frá húsinu er fallegt útsýni yfir sjóinn.Re/Max

Heitur pottur og garðskúr eru á pallinum.Re/Max

Stofan er rúmgóð og arinn til að hita.Re/Max

Húsið er byggt á þremur pöllum.Re/Max

Borðstofan og eldhúsið eru björt.Re/Max

sjónvarpsholið á jarðhæðinni leiðir út í garð.Re/Max

Re/Max

Hjónaherbergið er stórt og rúmgott.Re/Max

Þvottaherbergið er rúmgott.Re/Max





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.