Einvalalið borðtennisleikara náði mögnuðu skoti í bjórtennis Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. ágúst 2022 14:41 Tómas Ingi Shelton og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson bregðast við skoti Péturs Gunnarssonar sem keppti ásamt bróður sínum Skúla og sigruðu beerpong-keppnina. Þorkell Máni Þorkelsson festi myndbandið á filmu. Skjáskot/Þorkell Máni Þorkelsson Einvalalið borðtennisleikara náði ótrúlegu skoti í bjórtennis í gærkvöldi í kveðjupartýi ríkjandi Íslandsmeistara. „Ég var að lenda í ótrúlegasta beerpong mómenti sögunnar,“ skrifar Pétur Marteinn Urbancic sem birti myndbandið. Beerpong mætti lauslega þýða sem bjórtennis en leikurinn gengur sumsé út á það að skjóta borðtenniskúlu í bjórglas andstæðinganna, á gagnstæðum enda borðsins. Í hvert sinn sem kúlan endar í glasi þarf andstæðingurinn að þamba bjórinn, og svoleiðis gengur það þangað til tapliðið hefur drukkið úr öllum bjórglösunum. Skotið sem um ræðir: Einvalalið borðtennisleikara Það voru hins vegar engir aukvisar sem kepptu þar í bjórtennis, kvöldið sem skotið ótrúlega var fest á filmu. Í samtali við fréttastofu segir Pétur Marteinn Urbancic, sem snaraði myndbandinu á Twitter við góðar viðtökur, að allir sem hafi keppt þar um sigur í bjórtennismótinu, hafi á einhverjum tímapunkti orðið Íslandsmeistarar í borðtennis. „Þetta var bara einvalalið. Það hefði auðvitað verið skandall ef einhverjir almúgamenn hefðu unnið okkur,“ segir Pétur. Strákarnir voru þar samankomnir til að kveðja núverandi Íslandsmeistara, Magnús Jóhann Hjartarson, ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla, sem heldur á vit ævintýranna til Suður-Kóreu. Þar verður hann í skiptinámi í sálfræði en mun eflaust grípa í borðtennisspaðann við tækifæri. Pétur Gunnarsson, sem keppti ásamt bróður sínum Skúla skaut skotinu sem Þorkell Máni Þorkelsson festi á filmu. Þess ber að geta að skotið skar ekki úr um það hvort liðið sigraði en að lokum báru Gunnarssynir sigurorð af þeim Pétri Urbancic og Tómasi Inga Shelton. „Eftir langar samræður ákváðu þeir að þeir vildu ekki vinna á þessu," segir Pétur Marteinn að lokum. Borðtennis Næturlíf Grín og gaman Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Beerpong mætti lauslega þýða sem bjórtennis en leikurinn gengur sumsé út á það að skjóta borðtenniskúlu í bjórglas andstæðinganna, á gagnstæðum enda borðsins. Í hvert sinn sem kúlan endar í glasi þarf andstæðingurinn að þamba bjórinn, og svoleiðis gengur það þangað til tapliðið hefur drukkið úr öllum bjórglösunum. Skotið sem um ræðir: Einvalalið borðtennisleikara Það voru hins vegar engir aukvisar sem kepptu þar í bjórtennis, kvöldið sem skotið ótrúlega var fest á filmu. Í samtali við fréttastofu segir Pétur Marteinn Urbancic, sem snaraði myndbandinu á Twitter við góðar viðtökur, að allir sem hafi keppt þar um sigur í bjórtennismótinu, hafi á einhverjum tímapunkti orðið Íslandsmeistarar í borðtennis. „Þetta var bara einvalalið. Það hefði auðvitað verið skandall ef einhverjir almúgamenn hefðu unnið okkur,“ segir Pétur. Strákarnir voru þar samankomnir til að kveðja núverandi Íslandsmeistara, Magnús Jóhann Hjartarson, ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla, sem heldur á vit ævintýranna til Suður-Kóreu. Þar verður hann í skiptinámi í sálfræði en mun eflaust grípa í borðtennisspaðann við tækifæri. Pétur Gunnarsson, sem keppti ásamt bróður sínum Skúla skaut skotinu sem Þorkell Máni Þorkelsson festi á filmu. Þess ber að geta að skotið skar ekki úr um það hvort liðið sigraði en að lokum báru Gunnarssynir sigurorð af þeim Pétri Urbancic og Tómasi Inga Shelton. „Eftir langar samræður ákváðu þeir að þeir vildu ekki vinna á þessu," segir Pétur Marteinn að lokum.
Borðtennis Næturlíf Grín og gaman Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira