Jesus allt í öllu í sigri Arsenal á Leicester Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 16:05 Gabriel Jesus fagnar fyrsta marki leiksins Getty Images Gabriel Jesus kom sá og sigraði þegar hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 4-2 sigri Arsenal gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gabriel Jesus kom Arsenal í forystu með fyrsta marki leiksins á 23. mínútu. Eftir laglegan samleik heimamanna í Arsenal barst boltinn til Jesus inn vítateig sem skoraði stórglæsilegt mark er hann skrúfaði boltanum yfir Danny Ward í marki Leicester og upp í fjærhornið. Jesus var svo aftur á ferðinni rúmum tíu mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi. Martinelli tók þá hornspyrnu sem Jamie Vardy reyndi að hreinsa frá en það fór ekki betur en svo að boltinn féll vel fyrir Jesus sem skallaði knöttinn í autt netið. Á 53. mínútu minnkaði Leicester muninn og var það sjálfsmark frá William Saliba. James Justin ætlaði að skalla boltann í hlaupaleið Jamie Vardy en Saliba var á undan Vardy í boltann. Saliba virtist ætla að skalla boltann til baka á Ramsdale í marki Arsenal en það fór ekki betur en svo að Saliba skilaði knöttinum í eigið net. Arsenal var þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína en þriðja markið kom nánast strax í kjölfar sjálfsmarks Saliba og var algjör gjöf af hálfu Leicester. Löng og há fyrirgjöf af hægri kant frá Ben White sem Ward í marki Leicester ætti ekki að vera í vandræðum með. Einhvern vegin missir Ward boltann og Jesus nær til knattarins, leggur hann á Granit Xhaka sem átti ekki í vandræðum með að rúlla boltanum í netið. James Maddison tókst þó að gera leikinn aftur spennandi þegar hann minnkaði muninn á 74. mínútu með marki eftir undirbúning Iheanacho. Maddison skoraði með því að klobba Ramsdale úr þröngu færi. Eins og áður þá voru heimamenn ekki nema tvær mínútur að endurheimta tveggja marka forskot sitt. Gabriel Martinelli fékk tíma og pláss til að láta vaða fyrir utan vítateig, skot sem syngur í netinu og aftur kom mark Arsenal eftir undirbúning Gabriel Jesus. Lokatölur 4-2. Með sigrinum er Arsenal í öðru sæti deildarinnar eftir sigur í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en á sama tíma er Leicester í 14. sæti með eitt stig úr fyrstu tveimur umferðunum. Enski boltinn
Gabriel Jesus kom sá og sigraði þegar hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 4-2 sigri Arsenal gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gabriel Jesus kom Arsenal í forystu með fyrsta marki leiksins á 23. mínútu. Eftir laglegan samleik heimamanna í Arsenal barst boltinn til Jesus inn vítateig sem skoraði stórglæsilegt mark er hann skrúfaði boltanum yfir Danny Ward í marki Leicester og upp í fjærhornið. Jesus var svo aftur á ferðinni rúmum tíu mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi. Martinelli tók þá hornspyrnu sem Jamie Vardy reyndi að hreinsa frá en það fór ekki betur en svo að boltinn féll vel fyrir Jesus sem skallaði knöttinn í autt netið. Á 53. mínútu minnkaði Leicester muninn og var það sjálfsmark frá William Saliba. James Justin ætlaði að skalla boltann í hlaupaleið Jamie Vardy en Saliba var á undan Vardy í boltann. Saliba virtist ætla að skalla boltann til baka á Ramsdale í marki Arsenal en það fór ekki betur en svo að Saliba skilaði knöttinum í eigið net. Arsenal var þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína en þriðja markið kom nánast strax í kjölfar sjálfsmarks Saliba og var algjör gjöf af hálfu Leicester. Löng og há fyrirgjöf af hægri kant frá Ben White sem Ward í marki Leicester ætti ekki að vera í vandræðum með. Einhvern vegin missir Ward boltann og Jesus nær til knattarins, leggur hann á Granit Xhaka sem átti ekki í vandræðum með að rúlla boltanum í netið. James Maddison tókst þó að gera leikinn aftur spennandi þegar hann minnkaði muninn á 74. mínútu með marki eftir undirbúning Iheanacho. Maddison skoraði með því að klobba Ramsdale úr þröngu færi. Eins og áður þá voru heimamenn ekki nema tvær mínútur að endurheimta tveggja marka forskot sitt. Gabriel Martinelli fékk tíma og pláss til að láta vaða fyrir utan vítateig, skot sem syngur í netinu og aftur kom mark Arsenal eftir undirbúning Gabriel Jesus. Lokatölur 4-2. Með sigrinum er Arsenal í öðru sæti deildarinnar eftir sigur í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en á sama tíma er Leicester í 14. sæti með eitt stig úr fyrstu tveimur umferðunum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti