Knattspyrnukona úr Aftureldingu komst á samning í fjölbragðaglímu WWE Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 09:01 Jade Gentile fagnar því að hafa fengið samning hjá WWE. Skjámynd/@WWERecruit Bandaríska knattspyrnukonan Jade Gentile skiptir úr Bestu deildar liði Aftureldingu yfir í fjölbragðaglímu hjá WWE samtökunum. WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe)
Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira