Körfubolti

Elvar Már semur við litáísku meistarana

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elvar Már er kominn aftur til Litáen.
Elvar Már er kominn aftur til Litáen. Vísir/Hulda Margrét

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur gengið frá samningi við litáísku meistarana Rytas Vilnius um að spila með liðinu á komandi leiktíð. Elvar var kjörinn leikmaður ársins í Litáen á þarsíðustu leiktíð.

Rytas Vilnius varð litáískur meistari í vor og batt þar enda á ellefu ára samfellda sigurgöngu Zalgiris frá Kaunas. Liðið undirbýr sig fyrir titilvörn og hefur nú tilkynnt um komu Elvars á heimasíðu félagsins.

Elvar Már kemur til liðsins frá Derthona á Ítalíu þar sem hann lék síðari hluta tímabils eftir að hafa verið hjá Antwerp í Belgíu síðasta haust.

Hann samdi við Antwerp eftir glimrandi tímabil 2020 til 2021 með Siauliai í litáísku deildinni en hann var valinn besti leikmaður tímabilsins í deildinni það ár. Hann skilaði þá 15 stigum og átta stoðsendingum að meðaltali í deildinni í Litáen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×