Leikmenn botnliðsins þurftu að gista á flugvellinum eftir að flug þeirra féll niður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 11:31 Nneka Ogwumike þurfti ásamt liðsfélögum sínum í Los Angeles Sparks að gista á flugvelli eftir leik á sunnudagskvöld. Meg Oliphant/Getty Images Leikmenn Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni í körfubolta þurftu að gista á flugvellinum í Washington eftir sigur liðsins á Washington Mystics á sunnudaginn var. Ástæðan var sú að flug liðsins var fellt niður. Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina. NBA Körfubolti Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina.
NBA Körfubolti Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins