Ísraelsmenn héldu úti stöðugum loftárásum á Gaza og Vesturbakkann í gær en liðsmenn íslamsistasamtakanna PIJ hafa skotið hundruðum eldflauga yfir til Ísrael í dag og gær. Þetta eru verstu átök á milli Ísraela og Palestínumanna síðan ellefu daga stríði þeirra lauk í maí í fyrra.
Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær

Þúsundir mættu til útfarar þeirra sem féllu í loftárásum Ísraela á borgina Rafah á Gaza í gær. Þegar hafa 29 palestínumenn fallið í átökunum sem hófust á föstudag, þar á meðal almennir borgarar og börn.
Tengdar fréttir

Sprengjuárásir á Gazaströnd – áskorun til utanríkisráðherra
Enn berast fréttir af barnamorðum Ísraelshers á Gazaströnd. Undir yfirskini forvarna hefur eldflaugum og sprengjum verið látið rigna yfir íbúðahverfi á Gaza, bæði norður frá á Jabalia flóttamannabúðirnar og á Rafah, landamærabæinn syðst á Gaza.

Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið
Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar.