Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 07:00 Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið mikla sénsa í sumar. Ljóst er að hann þarf að afla frekari tekna ef Raphinha og félagar eiga að fá að taka þátt í vetur. Barcelona La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla. Spænski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla.
Spænski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira