Haaland skoraði bæði í sigri City 7. ágúst 2022 17:30 West Ham United v Manchester City - Premier League LONDON, ENGLAND - AUGUST 07: Erling Haaland of Manchester City celebrates after scoring their team's second goal during the Premier League match between West Ham United and Manchester City at London Stadium on August 07, 2022 in London, England. (Photo by Mike Hewitt/Getty Images) Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri liðsins á West Ham United á heimavelli þeirra síðarnefndu í Lundúnum. Englandsmeistararnir byrja mótið því á sigri. Haaland var keyptur til City í sumar og miklar væntingar eru bornar til Norðmannsins. Hann virðist ætla að standa undir þeim en hann kom City í forystu af vítapunktinum á 36. mínútu. Hann tvöfaldaði þá forystu City á 65. mínútu með snyrtilegri afgreiðslu eftir að Kevin De Bruyne sendi hann í gegn með glæsilegri sendingu. Honum var skipt af velli skömmu síðar og fékk því ekki tækifæri til að klára þrennuna. Manchester City hefur titilvörn sína á Englandi því með sigri og er strax komið með þrjú stig í töflunni. West Ham þarf að bíða lengur eftir sínum fyrstu stigum. Enski boltinn
Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri liðsins á West Ham United á heimavelli þeirra síðarnefndu í Lundúnum. Englandsmeistararnir byrja mótið því á sigri. Haaland var keyptur til City í sumar og miklar væntingar eru bornar til Norðmannsins. Hann virðist ætla að standa undir þeim en hann kom City í forystu af vítapunktinum á 36. mínútu. Hann tvöfaldaði þá forystu City á 65. mínútu með snyrtilegri afgreiðslu eftir að Kevin De Bruyne sendi hann í gegn með glæsilegri sendingu. Honum var skipt af velli skömmu síðar og fékk því ekki tækifæri til að klára þrennuna. Manchester City hefur titilvörn sína á Englandi því með sigri og er strax komið með þrjú stig í töflunni. West Ham þarf að bíða lengur eftir sínum fyrstu stigum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti