Mitrovic skoraði tvö er nýliðarnir gerðu jafntefli gegn Liverpool 6. ágúst 2022 13:25 Aleksandar Mitrovic skorar fyrra mark sitt. Julian Finney/Getty Images Fulham og Liverpool gerðu óvænt 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Serbinn Aleksandar Mitrovic skoraði bæði mörk nýliða Fulham. Fyrir leikinn bjuggust líklega flestir við miklum yfirburðum Liverpool gegn nýliðunum. Sú varð hins vegar ekki raunin því heimamenn í Fulham voru sterkari aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiks. Það skilaði sér svo eftir rétt rúmlega hálftíma leik þegar fyrirgjöf Kenny Tete fann kollinn á Aleksandar Mitrovic og Serbinn stangaði knöttinn í netið, 1-0, og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Liverpool komust hægt og bítandi betur inn í leikinn í síðari hálfleik og fóru loks að skapa sér færi. Það var svo nýi maðurinn Darwin Nunez sem jafnaði metin fyrir Liverpool með fallegri hælspyrnu á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Mohamed Salah. Nunez hafði komið inn á sem varamaður á 51. mínútu og því aðeins búinn að spila 13 mínútur í ensku úrvalsdeildinni þegar hans fyrsta mark kom. Heimamenn í Fulham tóku þá aftur við sér og um sjö mínútum eftir jöfnunarmarkið fiskaði Aleksandar Mitrovic vítaspyrnu þegar hann lék á Virgil van Dijk innan vítateigs. Mitrovic fór sjálfur á punktinn og kom Fulham yfir á nýjan leik. Liðsmenn Liverpool eru ekki þekktir fyrir að leggjast niður og gefast upp og liðið sótti stíft næstu mínútur. Það skilaði sér þegar um tíu mínútur voru til leiksloka þegar Darwin Nunez og Mohamed Salah sluppu innfyrir vörn heimamanna og sá síðarnefndi renndi boltanum í netið, 2-2. Jordan Henderson var svo ansi nálægt því að stela sigrinum fyrir Liverpool þegar hann átti skot í slá í uppbótartíma. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan því óvænt 2-2 jafnteflií fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn
Fulham og Liverpool gerðu óvænt 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Serbinn Aleksandar Mitrovic skoraði bæði mörk nýliða Fulham. Fyrir leikinn bjuggust líklega flestir við miklum yfirburðum Liverpool gegn nýliðunum. Sú varð hins vegar ekki raunin því heimamenn í Fulham voru sterkari aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiks. Það skilaði sér svo eftir rétt rúmlega hálftíma leik þegar fyrirgjöf Kenny Tete fann kollinn á Aleksandar Mitrovic og Serbinn stangaði knöttinn í netið, 1-0, og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Liverpool komust hægt og bítandi betur inn í leikinn í síðari hálfleik og fóru loks að skapa sér færi. Það var svo nýi maðurinn Darwin Nunez sem jafnaði metin fyrir Liverpool með fallegri hælspyrnu á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Mohamed Salah. Nunez hafði komið inn á sem varamaður á 51. mínútu og því aðeins búinn að spila 13 mínútur í ensku úrvalsdeildinni þegar hans fyrsta mark kom. Heimamenn í Fulham tóku þá aftur við sér og um sjö mínútum eftir jöfnunarmarkið fiskaði Aleksandar Mitrovic vítaspyrnu þegar hann lék á Virgil van Dijk innan vítateigs. Mitrovic fór sjálfur á punktinn og kom Fulham yfir á nýjan leik. Liðsmenn Liverpool eru ekki þekktir fyrir að leggjast niður og gefast upp og liðið sótti stíft næstu mínútur. Það skilaði sér þegar um tíu mínútur voru til leiksloka þegar Darwin Nunez og Mohamed Salah sluppu innfyrir vörn heimamanna og sá síðarnefndi renndi boltanum í netið, 2-2. Jordan Henderson var svo ansi nálægt því að stela sigrinum fyrir Liverpool þegar hann átti skot í slá í uppbótartíma. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan því óvænt 2-2 jafnteflií fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti