Grét þegar hún komst ekki í liðið á ÓL í fyrra en nú valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2022 15:31 Beth Mead með öll verðlaunin sem hún vann sér inn á EM kvenna í ár. Getty/Lynne Cameron Endurkomu ársins í fótboltaheiminum á mögulega einn leikmaður Evrópumeistaraliðs Englands. Beth Mead átti einstakt mót og yfirgaf það hlaðin verðlaunum. Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira