Umfjöllun og viðtöl: KA-KR 0-1 | Fyrsti deildarsigur KR-inga í 66 daga Ester Ósk Árnadóttir skrifar 2. ágúst 2022 22:14 Vísir/Pawel KR vann loksins deildarleik í Bestu-deild karla er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði 0-1 og var sigurinn kærkomin en KR vann síðast leik í deild 29. maí síðastliðinn. Leikurinn var liður í 15. umferð og var mikilvægur fyrir bæði lið. KA í hörku baráttu í efri hluta deildarinnar og gat tímabundið með sigri farið upp fyrir Víking R. í annað sætið. KR ekki í jafn góðum málum en gátu með sigri lyft sér upp í sjötta sætið mikilvæga. Leikurinn fór rólega af stað á Akureyri en átti eftir að hitna vel í kolunum eftir því sem leið á leikinn og urmul af dauðafærum áttu eftir að fara forgörðum. KA varð fyrir áfalli þegar stutt var liðið á leikinn en Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði liðins meiddist og þurfti að fara af velli. Í hans stað kom inn á völlinn hin knái Hallgrímur Mar Steingrímsson. Stuttu seinna eða á 16. mínútu leiksins komst KR yfir en þar var að verki Aron Þórður Albertsson eftir frábæran undirbúning Kennie Chopart. KR var grimmari eftir markið en eftir því sem leið á hálfleikinn náði KA vopnum sínum aftur. Nökkvi Þeyr Þórisson fékk kjörið tækifæri til að jafna á 29. mínútu er hann fékk boltann eftir mistök hjá Atla Sigurjónssyni, óvaldaður inn á teig í frábæru færi en boltinn söng í stönginni. Það liðu ekki nema fjórar mínútur þar til Hallgrímur Mar Steingrímsson fékk boltann fyrir utan teig KR og lét vaða á markið og aftur söng boltinn í sömu stöng. KA menn pressuðu KR eftir því sem leið á hálfleikinn en KR hélt fengnum hlut, 0-1 í hálfleik. KA menn komu af ógnarkrafti inn í seinni hálfleik, Nökkvi Þeyr komst í dauðafæri á 49. mínútu en brást bogalistinn. KR átti hins vegar næstu tvö dauðafæri, annars vegar þegar Stefán Alexander slapp í gegn en á einhver ótrúlegan hátt náði Dusan Brkovic að komast fyrir boltann á ögurstundu. Á 57. mínútu björguðu svo KA menn svo á línu eftir skot frá Pontus Lindgren. Stöngin átti enn einu sinni eftir að koma við sögu en Atli Sigurjónsson átti frábært skot fyrir utan teig á 76. mínútu en aftur söng boltinn í sömu stönginni í þriðja skiptið í leiknum. KA fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á 86. mínútu þegar Hallgrímur Mar átti frábæra sendingu inn fyrir vörn KR þar sem Jakob Snær Árnason var í góðri stöðu til að jafna leikinn en setti boltann yfir markið. Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma þegar KA menn vildu fá víti eftir að Atli Sigurjónsson virtist brjóta á Jakob Snær Árnasyni innan teigs en dómari leiksins Egill Arnar Sigurþórsson dæmdi ekkert, upp úr mótmælum af bekknum fékk Arnar Grétarsson þjálfari KA rauða spjaldið ásamt því að nokkur gul fóru á loft. KR hélt út það sem eftir var og vann afar sætan sigur fyrir norðan heiðar, 0-1. Afhverju vann KR? Markið sem KR skorar snemma leiks reyndist afar dýrmæt en það kom ákveðin ró yfir leik liðsins, þeir færðu sig aðeins aftar á völlinn, voru skipulagðir og beitu skyndisóknum sem oft voru mjög hættulegar. Ég hef þó ekki tölu á því hvað KA fór illa með mörg dauðafæri. Hverjir stóðu upp úr? Elfar Árni Aðalsteinsson var á fullu hjá KA allan leikinn og gaf aldrei frið á boltann. Hallgrímur Mar Steingrímsson vann sig inn í leikinn og átti fullt af lykilsendingum. Nökkvi Þeyr Þórisson kom sér oft í mjög ákjósanlegar stöður og munaði oft mjög litlu. Öll varnarlína KR stóð sína plikt vel. Þá átti Þorsteinn Már Ragnarsson mjög góðan leik og sömuleiðis Theódór Elmar Bjarnason og Atli Sigurjónsson. Það væri alveg hægt að telja upp fleiri í KR liðinu sem gerðu vel í dag. Hvað gekk illa? Það er einfalt en það var að koma boltanum yfir marklínuna, bæði lið fengu sín dauðafæri og þá sérstaklega KA en inn vildi boltinn ekki nema í þetta eina skipti sem skilur liðin að. Hvað gerist næst? KA heimsækir FH á útivelli og fer leikurinn fram 7. ágúst næstkomandi. KR fær ÍBV í hemsókn sama dag. Arnar Grétarsson: Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk Arnar Grétarsson var virkilega ósáttur við dómgæsluna í leik kvöldsins.vísir/stefán „Svona er stundum fótboltinn, mér fannst við frá upphafi vera miklu betri en þeir. Við gerum mistök í markinu en ég veit ekki hvað við fengum mikið af færum í fyrri og svo seinni hálfleik en stundum er þetta stöngin út og það var svo sannarlega í dag,“ sagði Arnar Grétarsson eftir svekkjandi tap á móti KR á KA vellinum í dag. „Við ætlum okkur að vera í efri helmningnum og mér fannst við alveg sýna það í dag. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins í dag, mér fannst við spila virkilega góðan fótbolta, komum okkur í frábærar stöður og sköpuðum helling af færum. Mér finnst líka KR yfirleitt skapa sér mikið meira af færum í leikjum en við náum að stoppa þá í dag. Úrslitin í dag endurspeglar ekki frammistöðu liðanna á vellinum. Við eigum FH næst og þar verðum við bara að sækja þrjú stig. Það er ekkert annað í boði.“ Arnar hafði mikið að segja um dómgæslu leiksins í kvöld en hann fékk rauða spjaldið í uppbótartíma eftir mótmæli en KA menn vildu vítaspyrnu eftir að Atli Sigurjónsson virtist brjóta á Jakob Snær Árnasyni innan teigs. „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu. Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA fór meiddur af velli snemma leiks. „Ég bara veit ekki stöðuna á honum en mér sýndist þeir vera að halda um hnéið á honum og það er aldrei gott. Hann hefur verið skorinn upp á báðum hnám, ég vona að það sé ekki alvarlegt.“ Theódór Elmar Bjarnarsson: Yndislegur sigur Theódór Elmar Bjarnason var frábær í liði KR í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri, við lögðum grunninn í síðasta leik á móti Val þar sem mér fannst við eiga skilið að vinna. Við náðum að þjösna fram sigri í dag ef það má koma svoleiðis að orði,“ sagði Theódór Elmar eftir frábæran 0-1 sigur á móti KA í kvöld. „Þetta var mjög erfiður leikur. KA gerði þetta gríðarlega vel og settu okkur undir mikla pressu en við vorum allir tilbúnir að kasta okkur fyrir skotin og svo vorum við öflugir þegar við komust í skyndisóknir, þetta var yndislegur sigur.“ Þetta er fyrsti sigurleikur KR í 66 daga í deild. „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi, við munum byggja á þessum sigri og svo leiknum sem við spiluðum á móti Val. Það er bara frábært að fá þessi þrjú stig og nú er bara að horfa fram á við og fá fleiri stig á tölfuna.“ „Það hefur ekki verið vandamál hjá okkur að vera að tapa of mörgum leikjum en við höfum verið að missa leikina niður í jafntefli eða ekki náð að skora. Það hefur verið okkar akkilesar hæll en nú skorum við snemma og náum að halda núllinu. Það er frábært að geta byggt ofan á það. Við erum búnir að fá á okkur alltof mörg mörk í sumar þannig að þetta er algjör snilld að ná að halda hreinu.“ Theódór Elmar var virkilega öflugur í liði KR í dag og gaf KA engan frið. „Við æfðum mjög vel í vetur og svo sömuleiðis í sumar, maður reynir að hjálpa liðinu og þá sérstaklega þegar fótboltinn er ekki svo fallegur þá reynir maður meira að hjálpa á hlaupum og baráttu og það heppnaðist í dag og við erum mjög þakklátir fyrir það.“ KR en nú komið í 6. sæti deildarinnar en ætla sér ofar. „Við erum ekki sáttir að vera í sjötta sæti, það er jákvætt að við erum komnir þangað núna en við verðum að reyna að klifra hærra og byggja ofan á þessar seinustu frammistöður.“ Besta deild karla KR KA Tengdar fréttir Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. 2. ágúst 2022 21:07
KR vann loksins deildarleik í Bestu-deild karla er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði 0-1 og var sigurinn kærkomin en KR vann síðast leik í deild 29. maí síðastliðinn. Leikurinn var liður í 15. umferð og var mikilvægur fyrir bæði lið. KA í hörku baráttu í efri hluta deildarinnar og gat tímabundið með sigri farið upp fyrir Víking R. í annað sætið. KR ekki í jafn góðum málum en gátu með sigri lyft sér upp í sjötta sætið mikilvæga. Leikurinn fór rólega af stað á Akureyri en átti eftir að hitna vel í kolunum eftir því sem leið á leikinn og urmul af dauðafærum áttu eftir að fara forgörðum. KA varð fyrir áfalli þegar stutt var liðið á leikinn en Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði liðins meiddist og þurfti að fara af velli. Í hans stað kom inn á völlinn hin knái Hallgrímur Mar Steingrímsson. Stuttu seinna eða á 16. mínútu leiksins komst KR yfir en þar var að verki Aron Þórður Albertsson eftir frábæran undirbúning Kennie Chopart. KR var grimmari eftir markið en eftir því sem leið á hálfleikinn náði KA vopnum sínum aftur. Nökkvi Þeyr Þórisson fékk kjörið tækifæri til að jafna á 29. mínútu er hann fékk boltann eftir mistök hjá Atla Sigurjónssyni, óvaldaður inn á teig í frábæru færi en boltinn söng í stönginni. Það liðu ekki nema fjórar mínútur þar til Hallgrímur Mar Steingrímsson fékk boltann fyrir utan teig KR og lét vaða á markið og aftur söng boltinn í sömu stöng. KA menn pressuðu KR eftir því sem leið á hálfleikinn en KR hélt fengnum hlut, 0-1 í hálfleik. KA menn komu af ógnarkrafti inn í seinni hálfleik, Nökkvi Þeyr komst í dauðafæri á 49. mínútu en brást bogalistinn. KR átti hins vegar næstu tvö dauðafæri, annars vegar þegar Stefán Alexander slapp í gegn en á einhver ótrúlegan hátt náði Dusan Brkovic að komast fyrir boltann á ögurstundu. Á 57. mínútu björguðu svo KA menn svo á línu eftir skot frá Pontus Lindgren. Stöngin átti enn einu sinni eftir að koma við sögu en Atli Sigurjónsson átti frábært skot fyrir utan teig á 76. mínútu en aftur söng boltinn í sömu stönginni í þriðja skiptið í leiknum. KA fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á 86. mínútu þegar Hallgrímur Mar átti frábæra sendingu inn fyrir vörn KR þar sem Jakob Snær Árnason var í góðri stöðu til að jafna leikinn en setti boltann yfir markið. Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma þegar KA menn vildu fá víti eftir að Atli Sigurjónsson virtist brjóta á Jakob Snær Árnasyni innan teigs en dómari leiksins Egill Arnar Sigurþórsson dæmdi ekkert, upp úr mótmælum af bekknum fékk Arnar Grétarsson þjálfari KA rauða spjaldið ásamt því að nokkur gul fóru á loft. KR hélt út það sem eftir var og vann afar sætan sigur fyrir norðan heiðar, 0-1. Afhverju vann KR? Markið sem KR skorar snemma leiks reyndist afar dýrmæt en það kom ákveðin ró yfir leik liðsins, þeir færðu sig aðeins aftar á völlinn, voru skipulagðir og beitu skyndisóknum sem oft voru mjög hættulegar. Ég hef þó ekki tölu á því hvað KA fór illa með mörg dauðafæri. Hverjir stóðu upp úr? Elfar Árni Aðalsteinsson var á fullu hjá KA allan leikinn og gaf aldrei frið á boltann. Hallgrímur Mar Steingrímsson vann sig inn í leikinn og átti fullt af lykilsendingum. Nökkvi Þeyr Þórisson kom sér oft í mjög ákjósanlegar stöður og munaði oft mjög litlu. Öll varnarlína KR stóð sína plikt vel. Þá átti Þorsteinn Már Ragnarsson mjög góðan leik og sömuleiðis Theódór Elmar Bjarnason og Atli Sigurjónsson. Það væri alveg hægt að telja upp fleiri í KR liðinu sem gerðu vel í dag. Hvað gekk illa? Það er einfalt en það var að koma boltanum yfir marklínuna, bæði lið fengu sín dauðafæri og þá sérstaklega KA en inn vildi boltinn ekki nema í þetta eina skipti sem skilur liðin að. Hvað gerist næst? KA heimsækir FH á útivelli og fer leikurinn fram 7. ágúst næstkomandi. KR fær ÍBV í hemsókn sama dag. Arnar Grétarsson: Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk Arnar Grétarsson var virkilega ósáttur við dómgæsluna í leik kvöldsins.vísir/stefán „Svona er stundum fótboltinn, mér fannst við frá upphafi vera miklu betri en þeir. Við gerum mistök í markinu en ég veit ekki hvað við fengum mikið af færum í fyrri og svo seinni hálfleik en stundum er þetta stöngin út og það var svo sannarlega í dag,“ sagði Arnar Grétarsson eftir svekkjandi tap á móti KR á KA vellinum í dag. „Við ætlum okkur að vera í efri helmningnum og mér fannst við alveg sýna það í dag. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins í dag, mér fannst við spila virkilega góðan fótbolta, komum okkur í frábærar stöður og sköpuðum helling af færum. Mér finnst líka KR yfirleitt skapa sér mikið meira af færum í leikjum en við náum að stoppa þá í dag. Úrslitin í dag endurspeglar ekki frammistöðu liðanna á vellinum. Við eigum FH næst og þar verðum við bara að sækja þrjú stig. Það er ekkert annað í boði.“ Arnar hafði mikið að segja um dómgæslu leiksins í kvöld en hann fékk rauða spjaldið í uppbótartíma eftir mótmæli en KA menn vildu vítaspyrnu eftir að Atli Sigurjónsson virtist brjóta á Jakob Snær Árnasyni innan teigs. „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu. Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA fór meiddur af velli snemma leiks. „Ég bara veit ekki stöðuna á honum en mér sýndist þeir vera að halda um hnéið á honum og það er aldrei gott. Hann hefur verið skorinn upp á báðum hnám, ég vona að það sé ekki alvarlegt.“ Theódór Elmar Bjarnarsson: Yndislegur sigur Theódór Elmar Bjarnason var frábær í liði KR í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri, við lögðum grunninn í síðasta leik á móti Val þar sem mér fannst við eiga skilið að vinna. Við náðum að þjösna fram sigri í dag ef það má koma svoleiðis að orði,“ sagði Theódór Elmar eftir frábæran 0-1 sigur á móti KA í kvöld. „Þetta var mjög erfiður leikur. KA gerði þetta gríðarlega vel og settu okkur undir mikla pressu en við vorum allir tilbúnir að kasta okkur fyrir skotin og svo vorum við öflugir þegar við komust í skyndisóknir, þetta var yndislegur sigur.“ Þetta er fyrsti sigurleikur KR í 66 daga í deild. „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi, við munum byggja á þessum sigri og svo leiknum sem við spiluðum á móti Val. Það er bara frábært að fá þessi þrjú stig og nú er bara að horfa fram á við og fá fleiri stig á tölfuna.“ „Það hefur ekki verið vandamál hjá okkur að vera að tapa of mörgum leikjum en við höfum verið að missa leikina niður í jafntefli eða ekki náð að skora. Það hefur verið okkar akkilesar hæll en nú skorum við snemma og náum að halda núllinu. Það er frábært að geta byggt ofan á það. Við erum búnir að fá á okkur alltof mörg mörk í sumar þannig að þetta er algjör snilld að ná að halda hreinu.“ Theódór Elmar var virkilega öflugur í liði KR í dag og gaf KA engan frið. „Við æfðum mjög vel í vetur og svo sömuleiðis í sumar, maður reynir að hjálpa liðinu og þá sérstaklega þegar fótboltinn er ekki svo fallegur þá reynir maður meira að hjálpa á hlaupum og baráttu og það heppnaðist í dag og við erum mjög þakklátir fyrir það.“ KR en nú komið í 6. sæti deildarinnar en ætla sér ofar. „Við erum ekki sáttir að vera í sjötta sæti, það er jákvætt að við erum komnir þangað núna en við verðum að reyna að klifra hærra og byggja ofan á þessar seinustu frammistöður.“
Besta deild karla KR KA Tengdar fréttir Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. 2. ágúst 2022 21:07
Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. 2. ágúst 2022 21:07
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti