Hetjan á haldaranum ólst upp rétt hjá Wembley leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 13:00 Chloe Kelly fagnar hér sigurmarki sínu í úrslitaleik EM 2022 með eftirminnilegum hætti. AP/Rui Vieira Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn með sigurmarki í framlengingu en þessi 24 ára fótboltakonan máttu þola mikið mótlæti á síðasta ári. Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn. EM 2022 í Englandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti