„Hey bændur! Erling Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 16:31 Erling Braut Haaland spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester City er liðið tapaði fyrir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á laugardag. /mancity Stuðningsmenn Brann í Noregi sýndu áhugaverðan borða þegar liðið heimsótti Bryne í næst efstu deild Noregs í gær. Bryne er uppeldisfélag Erlings Braut Haalands, leikmanns Manchester City. Haaland samdi við City í sumar en félagið er fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttingasamtökunum Amnesty International, fyrir að vera dæmi um íþróttaþvott (e. sports-washing). Ríki frá Miðausturlöndum hafa í auknum mæli fjárfest ríkulega í fótboltafélögum undanfarin ár og eru sökuð um að gera það til að bæta ímynd ríkisins og þvo hana af meintum mannréttindabrotum. Önnur dæmi má nefna á Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katara, og Newcastle United sem var keypt af fjárfestingasjóði Sádí Arabíu í fyrra. Norðmenn hafa látið vel í sér heyra hvað þessi málefni varðar en fyrrum landsliðskonan Lisa Klaveness vakti athygli þegar hún gagnrýndi mannréttindastefnu yfirvalda í Katar á ársþingi FIFA í Doha í mars. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar í nóvember. Þá voru einnig tveir norskir blaðamenn handteknir við störf sín í Katar í haust. Beskjed fra Bergen her altså. pic.twitter.com/mJdpO9EudC— Jonas Grønner (@JonasGronner) July 31, 2022 Stuðningsmenn Brann nýttu þá tækifærið í heimsókn sinni til Bryne í gær til að benda á að hetjan Haaland þæði laun sín frá olíufurstum að þvottastörfum. Jonas Grönner, fyrrum leikmaður Brann sem spilaði með KR hér á landi sumarið 2013, vakti athygli á málinu á Twitter en hann birti mynd af borða stuðningsmanna Brann. Á honum stóð: „Hey bændur! Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga. Það er aðeins einn Haaland.“ en þar er vísað til hins 17 ára gamla Markusar Haaland sem spilar með unglingaliðum Brann. Noregur Norski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Haaland samdi við City í sumar en félagið er fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttingasamtökunum Amnesty International, fyrir að vera dæmi um íþróttaþvott (e. sports-washing). Ríki frá Miðausturlöndum hafa í auknum mæli fjárfest ríkulega í fótboltafélögum undanfarin ár og eru sökuð um að gera það til að bæta ímynd ríkisins og þvo hana af meintum mannréttindabrotum. Önnur dæmi má nefna á Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katara, og Newcastle United sem var keypt af fjárfestingasjóði Sádí Arabíu í fyrra. Norðmenn hafa látið vel í sér heyra hvað þessi málefni varðar en fyrrum landsliðskonan Lisa Klaveness vakti athygli þegar hún gagnrýndi mannréttindastefnu yfirvalda í Katar á ársþingi FIFA í Doha í mars. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar í nóvember. Þá voru einnig tveir norskir blaðamenn handteknir við störf sín í Katar í haust. Beskjed fra Bergen her altså. pic.twitter.com/mJdpO9EudC— Jonas Grønner (@JonasGronner) July 31, 2022 Stuðningsmenn Brann nýttu þá tækifærið í heimsókn sinni til Bryne í gær til að benda á að hetjan Haaland þæði laun sín frá olíufurstum að þvottastörfum. Jonas Grönner, fyrrum leikmaður Brann sem spilaði með KR hér á landi sumarið 2013, vakti athygli á málinu á Twitter en hann birti mynd af borða stuðningsmanna Brann. Á honum stóð: „Hey bændur! Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga. Það er aðeins einn Haaland.“ en þar er vísað til hins 17 ára gamla Markusar Haaland sem spilar með unglingaliðum Brann.
Noregur Norski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira