„Mætti halda að Kim Larsen og Bítlarnir séu mættir“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 15:31 Færeyski hatturinn kom töskunni til skila, að sögn Erps. samsett Taska Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca, var komin í leitirnar þegar blaðamaður sló á þráðinn og heyrði í honum hljóðið. Hann stígur á svið ásamt Rottweiler hundum í kvöld og segir stemninguna í eyjum svo mikla að það mætti halda að Kim Larsen, Elvis og Bítlarnir muni koma fram í Herjólfsdal í kvöld. „Blazeaður, hún er náttúrulega komin í leitirnar,“ segir Erpur en blaðamaður hafði þá ekki náð að kynna honum erindið. DV greindi frá færslu Erps í dag þar sem hann sagði frá meintum þjófnaði. „Veskið, lyklarnir, snyrtidótið og öll fötin mín fyrir kvöldið voru sekknum," skrifaði Erpur í færslunni sem hefur nú verið eytt enda taskan fundin. „Það voru einhverjir fagmenn sem sáu um þetta, hlutir hverfa ekkert lengi í Eyjum. Ég var tilbúinn að performa með færeyska hattinn. Ég hét nefnilega á Færeyjar að taskan myndi finnast, setti á mig færeyskan hatt - þú veist þetta með hliðarpungnum sko - og nú er ég bara með hattinn og ætla að vera með hann í kvöld á sviðinu. Það er eina leiðin,“ segir Erpur. „Liðið er að klikkast“ Þá lá beinast við að spyrja hvernig stemningin í Eyjum væri. „Það er búið að vera geðveikt í Eyjum, ógeðslega gott veður - ertu að grínast eða? Er ekki bara rigning í Reykjavík?,“ spyr Erpur en verður kannski fyrir örlitlum vonbrigðum þegar hann fær þau svör að það hafi bara verið fínasta veður í bænum. „En það er bara búið að vera tryllt stemning. Nýja lagið okkar með Villa Neto er fyrsta lagið okkar í fimm ár þannig liðið er bara að klikkast.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ZlAEx9-ocVw">watch on YouTube</a> „Það er bara eins og Kim Larsen, Elvis Prestley og Bítlarnir séu bara komnir back in business.“ Erpur hefur síðustu ár einnig verið dyggur stuðningsmaður Mýrarboltans á Ísafirði og keppt þar ásamt liði sínu Maradona Social Club. Skipuleggjendum fórst þó fyrir að skipuleggja hátíðina í ár líkt og greint var frá í síðustu viku. „Það þarf bara að hella bensíni á þann eld, ég hef verið oft á Mýrarboltanum og það er geðveikt. Bolvíkingarnir hafa bara verið í sundi, það er svo góð sundlaug þarna hjá þeim en um leið og þeir fara úr pottinum fara bollaleggingarnar að fæðast,“ sagði Erpur að lokum. Hann stígur á svið í nótt með Rottweiler hundum um klukkan 1. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um stemmninguna í Eyjum í gær: Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Tilhugalífið með eiginkonunni stendur upp úr Hafsteinn Þorsteinsson er Eyjamaður sem segir samveruna, gleðina og hamingjuna vera það sem einkennir hátíðina ár hvert og segir það hafa verið alvöru sorg þegar hún var lögð niður síðustu tvö árin. 31. júlí 2022 08:01 Missti af Þjóðhátíð fyrir Ólympíuleikana, Jordan og Magic Sigmar Þröstur Óskarsson hefur alltaf mætt á Þjóðhátíð nema árið 1992 þegar hann missti af hátíðinni því sem hann var staddur í Barcelona að keppa á Ólympíuleikunum. Þar hitti hann Michael Jordan og Magic Johnson. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Blazeaður, hún er náttúrulega komin í leitirnar,“ segir Erpur en blaðamaður hafði þá ekki náð að kynna honum erindið. DV greindi frá færslu Erps í dag þar sem hann sagði frá meintum þjófnaði. „Veskið, lyklarnir, snyrtidótið og öll fötin mín fyrir kvöldið voru sekknum," skrifaði Erpur í færslunni sem hefur nú verið eytt enda taskan fundin. „Það voru einhverjir fagmenn sem sáu um þetta, hlutir hverfa ekkert lengi í Eyjum. Ég var tilbúinn að performa með færeyska hattinn. Ég hét nefnilega á Færeyjar að taskan myndi finnast, setti á mig færeyskan hatt - þú veist þetta með hliðarpungnum sko - og nú er ég bara með hattinn og ætla að vera með hann í kvöld á sviðinu. Það er eina leiðin,“ segir Erpur. „Liðið er að klikkast“ Þá lá beinast við að spyrja hvernig stemningin í Eyjum væri. „Það er búið að vera geðveikt í Eyjum, ógeðslega gott veður - ertu að grínast eða? Er ekki bara rigning í Reykjavík?,“ spyr Erpur en verður kannski fyrir örlitlum vonbrigðum þegar hann fær þau svör að það hafi bara verið fínasta veður í bænum. „En það er bara búið að vera tryllt stemning. Nýja lagið okkar með Villa Neto er fyrsta lagið okkar í fimm ár þannig liðið er bara að klikkast.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ZlAEx9-ocVw">watch on YouTube</a> „Það er bara eins og Kim Larsen, Elvis Prestley og Bítlarnir séu bara komnir back in business.“ Erpur hefur síðustu ár einnig verið dyggur stuðningsmaður Mýrarboltans á Ísafirði og keppt þar ásamt liði sínu Maradona Social Club. Skipuleggjendum fórst þó fyrir að skipuleggja hátíðina í ár líkt og greint var frá í síðustu viku. „Það þarf bara að hella bensíni á þann eld, ég hef verið oft á Mýrarboltanum og það er geðveikt. Bolvíkingarnir hafa bara verið í sundi, það er svo góð sundlaug þarna hjá þeim en um leið og þeir fara úr pottinum fara bollaleggingarnar að fæðast,“ sagði Erpur að lokum. Hann stígur á svið í nótt með Rottweiler hundum um klukkan 1. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um stemmninguna í Eyjum í gær:
Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Tilhugalífið með eiginkonunni stendur upp úr Hafsteinn Þorsteinsson er Eyjamaður sem segir samveruna, gleðina og hamingjuna vera það sem einkennir hátíðina ár hvert og segir það hafa verið alvöru sorg þegar hún var lögð niður síðustu tvö árin. 31. júlí 2022 08:01 Missti af Þjóðhátíð fyrir Ólympíuleikana, Jordan og Magic Sigmar Þröstur Óskarsson hefur alltaf mætt á Þjóðhátíð nema árið 1992 þegar hann missti af hátíðinni því sem hann var staddur í Barcelona að keppa á Ólympíuleikunum. Þar hitti hann Michael Jordan og Magic Johnson. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Tilhugalífið með eiginkonunni stendur upp úr Hafsteinn Þorsteinsson er Eyjamaður sem segir samveruna, gleðina og hamingjuna vera það sem einkennir hátíðina ár hvert og segir það hafa verið alvöru sorg þegar hún var lögð niður síðustu tvö árin. 31. júlí 2022 08:01
Missti af Þjóðhátíð fyrir Ólympíuleikana, Jordan og Magic Sigmar Þröstur Óskarsson hefur alltaf mætt á Þjóðhátíð nema árið 1992 þegar hann missti af hátíðinni því sem hann var staddur í Barcelona að keppa á Ólympíuleikunum. Þar hitti hann Michael Jordan og Magic Johnson. 30. júlí 2022 20:01