„Þetta verður frábær fótboltaveisla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 11:01 Þýsku stelpurnar fagna marki í undanúrslitaleiknum á móti Frakklandi. AP/Rui Vieira England og Þýskaland mætast í úrslitaleik Evrópumótsins í Lundúnum á sunnudaginn og þjálfari Þjóðverja lofar veislu á Wembley leikvanginum. Martina Voss-Tecklenburg er búin að koma þýska liðinu í úrslitaleik EM í fyrsta sinn í níu ár, leikinn sem Þjóðverjar unnu á sex Evrópumótum í röð frá 1995 til 2013. Nú er mótherjinn heimakonur í enska landsliðinu sem hafa farið á kostum á mótinu. Enska landsliðið hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en varð í öðru sæti bæði 1984 og 2009. 'It will be a great football feast': Germany relishing England test in Euros final video https://t.co/vPB5QGXei9— The Guardian (@guardian) July 28, 2022 Síðasti úrslitaleikur enska landsliðsins var einmitt á móti Þjóðverjum á EM í Finnlandi þar sem Þjóðverjar unnu 6-2 sigur fyrir framan tæplega sextán þúsund manns. Nú er búist við níutíu þúsund áhorfendum á úrslitaleikinn og flestir verða á bandi þeirra ensku. „Þetta er klassískur leikur og verður ótrúlegur úrslitaleikur,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari þýska landsliðsins, eftir sigurinn á Frökkum í undanúrslitaleiknum. „Okkur hlakkar til að spila þennan leik og ég held að það geri allir bæði í Englandi og í Þýskalandi. ,“ sagði Martina. „Við verðum að spila á Wembley fyrir framan áttatíu eða níutíu þúsund manns. Flestir munu styðja þær og verða á móti okkur en við skiljum það og tökum þeirri áskorun,“ sagði Martina. „Enska liðið hefur verið magnað í þessu móti og í öllum leik hafa þær sýnt dýnamískan leik, skoraði mikið af mörkum og hafa svo mikið sjálfstraust. Þær vita hvað þær þurfa að vera en Svíar sýndu það á fyrstu þrjátíu mínútunum hvernig þú særir þær. Það verður okkar verkefni. Þetta verður frábær fótboltaveisla,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg. EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Martina Voss-Tecklenburg er búin að koma þýska liðinu í úrslitaleik EM í fyrsta sinn í níu ár, leikinn sem Þjóðverjar unnu á sex Evrópumótum í röð frá 1995 til 2013. Nú er mótherjinn heimakonur í enska landsliðinu sem hafa farið á kostum á mótinu. Enska landsliðið hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en varð í öðru sæti bæði 1984 og 2009. 'It will be a great football feast': Germany relishing England test in Euros final video https://t.co/vPB5QGXei9— The Guardian (@guardian) July 28, 2022 Síðasti úrslitaleikur enska landsliðsins var einmitt á móti Þjóðverjum á EM í Finnlandi þar sem Þjóðverjar unnu 6-2 sigur fyrir framan tæplega sextán þúsund manns. Nú er búist við níutíu þúsund áhorfendum á úrslitaleikinn og flestir verða á bandi þeirra ensku. „Þetta er klassískur leikur og verður ótrúlegur úrslitaleikur,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari þýska landsliðsins, eftir sigurinn á Frökkum í undanúrslitaleiknum. „Okkur hlakkar til að spila þennan leik og ég held að það geri allir bæði í Englandi og í Þýskalandi. ,“ sagði Martina. „Við verðum að spila á Wembley fyrir framan áttatíu eða níutíu þúsund manns. Flestir munu styðja þær og verða á móti okkur en við skiljum það og tökum þeirri áskorun,“ sagði Martina. „Enska liðið hefur verið magnað í þessu móti og í öllum leik hafa þær sýnt dýnamískan leik, skoraði mikið af mörkum og hafa svo mikið sjálfstraust. Þær vita hvað þær þurfa að vera en Svíar sýndu það á fyrstu þrjátíu mínútunum hvernig þú særir þær. Það verður okkar verkefni. Þetta verður frábær fótboltaveisla,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira