Engin plön hjá FIFA um að færa HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 09:30 Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk nóg af bikunum eftir HM í Frakklandi árið 2019. Getty/Jose Breton Alþjóða knattspyrnusambandið segir ekkert til í þeim orðrómi að FIFA sé að kanna möguleikann á því að færa næsta heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem á að fara fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franska blaðið L'Equipe skrifaði frétt í gær um að fólk hjá FIFA hafi verið í sambandi við forystufólk í evrópskum fótbolta til að ræða möguleikann á því að fresta heimsmeistaramótinu um nokkra mánuði. New for @ESPNFC;FIFA said on Thursday that the 2023 Women's World Cup in Australia and New Zealand will be going ahead as scheduled after a European report floated the possibility of postponement.https://t.co/pIVoWQ1qBw— Joey Lynch (@joeylynchy) July 29, 2022 Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á því að komast á þetta heimsmeistaramót en þangað hafa stelpurnar okkar aldrei komist áður. Leikir liðsins í september ráða því hvort íslensku stelpurnar komast beint á HM eða fara í umspil um laus sæti. Hugmyndin um að færa HM aftur um nokkra mánuði tengist óbeint því að HM karla í Katar var fært aftur til nóvember og desember. Með því að gera það saman hjá konunum þá færi keppnin fram um sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ekki um vetrartímann eins og planið er núna. FIFA denies reports it could postpone Women s World Cup to favour Europe https://t.co/K5lT9uLt6R— Vince Rugari (@VinceRugari) July 28, 2022 Talsmaður FIFA staðfesti hins vegar við ESPN um að heimsmeistarakeppnin muni hefjast 20. júlí 2023 og það séu engar áætlanir um að færa keppnina. Úrslitaleikurinn á að fara fram 20. ágúst í Sydney í Ástralíu. Með því að færa keppnina þá myndu menn tryggja hagstæðari aðstæður eins og meira dagsljós sem sjónvarpsstöðvar myndu fagna. Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og eftirspurnin eftir útsendingum frá mótinu er líkleg til að halda áfram að aukast á næsta ári. Vel heppnað Evrópumót mun aðeins ýta undir frekari áhuga. THE COUNTDOWN IS ON 1 year from today the 2023 FIFA Women s World Cup will kickoff! pic.twitter.com/Exbsz3Q6O2— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe skrifaði frétt í gær um að fólk hjá FIFA hafi verið í sambandi við forystufólk í evrópskum fótbolta til að ræða möguleikann á því að fresta heimsmeistaramótinu um nokkra mánuði. New for @ESPNFC;FIFA said on Thursday that the 2023 Women's World Cup in Australia and New Zealand will be going ahead as scheduled after a European report floated the possibility of postponement.https://t.co/pIVoWQ1qBw— Joey Lynch (@joeylynchy) July 29, 2022 Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á því að komast á þetta heimsmeistaramót en þangað hafa stelpurnar okkar aldrei komist áður. Leikir liðsins í september ráða því hvort íslensku stelpurnar komast beint á HM eða fara í umspil um laus sæti. Hugmyndin um að færa HM aftur um nokkra mánuði tengist óbeint því að HM karla í Katar var fært aftur til nóvember og desember. Með því að gera það saman hjá konunum þá færi keppnin fram um sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ekki um vetrartímann eins og planið er núna. FIFA denies reports it could postpone Women s World Cup to favour Europe https://t.co/K5lT9uLt6R— Vince Rugari (@VinceRugari) July 28, 2022 Talsmaður FIFA staðfesti hins vegar við ESPN um að heimsmeistarakeppnin muni hefjast 20. júlí 2023 og það séu engar áætlanir um að færa keppnina. Úrslitaleikurinn á að fara fram 20. ágúst í Sydney í Ástralíu. Með því að færa keppnina þá myndu menn tryggja hagstæðari aðstæður eins og meira dagsljós sem sjónvarpsstöðvar myndu fagna. Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og eftirspurnin eftir útsendingum frá mótinu er líkleg til að halda áfram að aukast á næsta ári. Vel heppnað Evrópumót mun aðeins ýta undir frekari áhuga. THE COUNTDOWN IS ON 1 year from today the 2023 FIFA Women s World Cup will kickoff! pic.twitter.com/Exbsz3Q6O2— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira