Útvarp 101 og Stúdíó Sýrland standa fyrir nýrri myndbandaseríu sem gefin verður út mánaðarlega. Í henni mun efnilegt tónlistarfólk taka lagið í beinni í Stúdíó Sýrlandi en verkefnið er hugsað til að efla íslenskt tónlistafólk og hjálpa þeim að koma sér enn betur á framfæri.
Önnur í seríunni er hljómsveitin russian.girls með lagið „Hundrað í hættunni”:
Hvernig var að taka lagið í beinni?
Það var bara stemmari!
Hvernig viðtökur hefur lagið verið að fá?
Við erum almennt lítið að stressa okkur á hvernig viðtökur tónlistin okkar fær, ef fólk fattar þetta ekki núna þá kannski fattar það þetta seinna.
Hvað er framundan í sumar?
Við erum að spila á Innipúkanum næsta föstudag, tvo tónleika í Reykjavík á Menningarnótt og á fleiri spennandi kvöldum í ágúst sem á eftir að tilkynna.
Svo erum við að leggja lokahönd á okkar fyrstu breiðskífu.