Reyndi nýliðinn að gera gæfumuninn fyrir þýsku stelpurnar á þessu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 12:31 Alexandra Popp fagnar öðru marka sinna á móti Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. EPA-EFE/Tolga Akmen Alexandra Popp missti af tveimur síðustu Evrópumótum vegna meiðsla og er því að taka þátt í sínu fyrsta EM í sumar þrátt fyrir að spila fyrir Þýskaland og hafa verið í hópi öflugustu framherja álfunnar í langan tíma. Það er óhætt að segja að frumraunin langþráða gangi vel. Popp tryggði þýska landsliðinu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. Five goals in five games.Alex Popp has scored in every #WEURO2022 match pic.twitter.com/HRmJ1ezzN5— B/R Football (@brfootball) July 27, 2022 Popp er orðin 31 árs en er engu að síður að spila á sínu fyrsta Evrópumóti. Hún hefur skorað næstum því helming marka þýska landsliðsins á mótinu og er markahæst á mótinu með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. „Ég verð að viðurkenna að ég er tilfinningasamari en vanalega af því að ég veit hvað ég þurfti að gera til þess að komast hingað. Að vera hér, hafa tækifæri til að standa sig og vera laus við meiðsli gerir mig mjög stolta,“ sagði Alexandra Popp eftir leikinn. 6 - Alexandra Popp has scored six of Germany's 13 goals at the 2022 Women's Euros (46%). Popp has scored six times from 17 shots, while the rest of Germany's squad has combined for seven goals from 75 shots. Precision. #WEURO2022 pic.twitter.com/iDmC7kwMCC— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2022 „En ég verð líka að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér, læknaliðnu í félaginu og þjálfararnir bæði þar og hér. Þeir höfðu alltaf trú á mér og gáfu mér tækifæri til að vera hér,“ sagði Popp. „Ég er orðinn mjög hættuleg núna alveg eins og í fortíðinni. Það var ekki þannig um tíma af því að ég var alltaf meidd,“ sagði Popp. Þjóðverjar eru komnir yfir! Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti. Frábær spilkafli hjá þeim þýsku og Popp rekur smiðshöggið á sóknina. 5 mörk í 5 leikjum hjá henni! pic.twitter.com/lCdXoh2XqE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 Popp missti af Evrópumótinu 2013 vegna meiðsla. Hún spilaði þá í gegnum ökklameiðsli til að hjálpa Wolfsburg að vinna þrennuna 2012-13 tímabilið en það kostaði hana Evrópumótið þar sem þýska landsliðið landaði sigri. Á síðasta Evrópumóti fyrir fimm árum þá var hún meidd á hné. Hún meiddist í aðdraganda þessa móts og fékk líka kórónuveiruna á lokasprettinum en var valinn í liðið og hefur heldur betur launað það traust. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum þýska liðsins á mótinu sem er nýtt met. Ekki slæmt á þínu fyrsta Evrópumóti. Hún mun því berjast bæði um EM-gull og gullskó í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru komnir yfir! Alexandra Popp hættir ekki að skora! pic.twitter.com/spySrIfxaC— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Popp tryggði þýska landsliðinu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. Five goals in five games.Alex Popp has scored in every #WEURO2022 match pic.twitter.com/HRmJ1ezzN5— B/R Football (@brfootball) July 27, 2022 Popp er orðin 31 árs en er engu að síður að spila á sínu fyrsta Evrópumóti. Hún hefur skorað næstum því helming marka þýska landsliðsins á mótinu og er markahæst á mótinu með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. „Ég verð að viðurkenna að ég er tilfinningasamari en vanalega af því að ég veit hvað ég þurfti að gera til þess að komast hingað. Að vera hér, hafa tækifæri til að standa sig og vera laus við meiðsli gerir mig mjög stolta,“ sagði Alexandra Popp eftir leikinn. 6 - Alexandra Popp has scored six of Germany's 13 goals at the 2022 Women's Euros (46%). Popp has scored six times from 17 shots, while the rest of Germany's squad has combined for seven goals from 75 shots. Precision. #WEURO2022 pic.twitter.com/iDmC7kwMCC— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2022 „En ég verð líka að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér, læknaliðnu í félaginu og þjálfararnir bæði þar og hér. Þeir höfðu alltaf trú á mér og gáfu mér tækifæri til að vera hér,“ sagði Popp. „Ég er orðinn mjög hættuleg núna alveg eins og í fortíðinni. Það var ekki þannig um tíma af því að ég var alltaf meidd,“ sagði Popp. Þjóðverjar eru komnir yfir! Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti. Frábær spilkafli hjá þeim þýsku og Popp rekur smiðshöggið á sóknina. 5 mörk í 5 leikjum hjá henni! pic.twitter.com/lCdXoh2XqE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 Popp missti af Evrópumótinu 2013 vegna meiðsla. Hún spilaði þá í gegnum ökklameiðsli til að hjálpa Wolfsburg að vinna þrennuna 2012-13 tímabilið en það kostaði hana Evrópumótið þar sem þýska landsliðið landaði sigri. Á síðasta Evrópumóti fyrir fimm árum þá var hún meidd á hné. Hún meiddist í aðdraganda þessa móts og fékk líka kórónuveiruna á lokasprettinum en var valinn í liðið og hefur heldur betur launað það traust. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum þýska liðsins á mótinu sem er nýtt met. Ekki slæmt á þínu fyrsta Evrópumóti. Hún mun því berjast bæði um EM-gull og gullskó í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru komnir yfir! Alexandra Popp hættir ekki að skora! pic.twitter.com/spySrIfxaC— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira