Unga stuðstelpan í stúkunni fékk gefins miða á úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 11:31 Þessi ungi stuðningsmaður enska kvennalandsliðsins hafði yfir miklu að fagna eftir 4-0 sigurinn í undanúrslitaleiknum í Sheffield. Þetta er þó ekki Tess sem sló í gegn í gengum sjónvarpsvélarnar í leikslok. Getty/Shaun Botterill Ensku ljónynjurnar eru komnar alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu þar sem þær mæta Þýskalandi á Wembley á sunnudaginn. England tryggði sér sitt sæti með 4-0 stórsigri á Svíþjóð og eftir leikinn vakti fögnuður ungrar stelpu mikla athygli. Tess is off to the #WEURO2022 finalThe little girl who captured the nation's hearts dancing along to 'Sweet Caroline' is on her way to Wembley to cheer on the #Lionesses @BBCSport @GabbyLogan broke the news on @BBCOne - we'll have more on #BBCBreakfast pic.twitter.com/pg37mTHdjl— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Sú heitir Tess og fékk á sig myndavélarnar í leikslok þar sem hún söng og dansaði á meðan lagið „Sweet Caroline“ var spilað í hátalarakerfinu. Í enska landsliðsbúningnum og dansandi af gleði þá vann hún hug og hjörtu bresku þjóðarinnar. Enska kvennalandsliðið hefur heldur betur stolið sviðsljósinu og ungar stelpur eins og Tess eru nú komnar með frábærar fyrirmyndir sem ætti bara að auka hróður kvennaboltans í Englandi á næstu árum og áratugum. The nation watched young #Lionesses fan Tess dancing her heart out to Sweet Caroline as the England reached the #Euro22 final last night Not only did #BBCBreakfast track her down @IanWright0 had some words of wisdom for her too https://t.co/gzNxI01bAN pic.twitter.com/BeGazP8kMy— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Daginn eftir undanúrslitaleikinn voru fréttamenn BBC búnir að leita stelpuna uppi og fengu hana í viðtal í morgunþætti sínum ásamt ömmu sinni. Ian Wright ræddi við hana og hún var í stóru hlutverki í þættinum. Tess sagði frá því að hún hafi ekkert gert sér grein fyrir því að hún væri í beinni útsendingu sjónvarpsins frá leik sem stór hluti þjóðarinnar var að fylgjast með. „Við vorum í smá sjokki þegar við sáum hana á skjánum,“ viðurkenndi amma Tess. Hápunkturinn var síðan þegar Tess var boðið á úrslitaleikinn og viðbrögðin hennar voru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan. The star of our post-match celebrations Thank you so much for joining us on #LionessesLive, Tess! pic.twitter.com/v8CkGkGGAN— Lionesses (@Lionesses) July 27, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
England tryggði sér sitt sæti með 4-0 stórsigri á Svíþjóð og eftir leikinn vakti fögnuður ungrar stelpu mikla athygli. Tess is off to the #WEURO2022 finalThe little girl who captured the nation's hearts dancing along to 'Sweet Caroline' is on her way to Wembley to cheer on the #Lionesses @BBCSport @GabbyLogan broke the news on @BBCOne - we'll have more on #BBCBreakfast pic.twitter.com/pg37mTHdjl— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Sú heitir Tess og fékk á sig myndavélarnar í leikslok þar sem hún söng og dansaði á meðan lagið „Sweet Caroline“ var spilað í hátalarakerfinu. Í enska landsliðsbúningnum og dansandi af gleði þá vann hún hug og hjörtu bresku þjóðarinnar. Enska kvennalandsliðið hefur heldur betur stolið sviðsljósinu og ungar stelpur eins og Tess eru nú komnar með frábærar fyrirmyndir sem ætti bara að auka hróður kvennaboltans í Englandi á næstu árum og áratugum. The nation watched young #Lionesses fan Tess dancing her heart out to Sweet Caroline as the England reached the #Euro22 final last night Not only did #BBCBreakfast track her down @IanWright0 had some words of wisdom for her too https://t.co/gzNxI01bAN pic.twitter.com/BeGazP8kMy— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Daginn eftir undanúrslitaleikinn voru fréttamenn BBC búnir að leita stelpuna uppi og fengu hana í viðtal í morgunþætti sínum ásamt ömmu sinni. Ian Wright ræddi við hana og hún var í stóru hlutverki í þættinum. Tess sagði frá því að hún hafi ekkert gert sér grein fyrir því að hún væri í beinni útsendingu sjónvarpsins frá leik sem stór hluti þjóðarinnar var að fylgjast með. „Við vorum í smá sjokki þegar við sáum hana á skjánum,“ viðurkenndi amma Tess. Hápunkturinn var síðan þegar Tess var boðið á úrslitaleikinn og viðbrögðin hennar voru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan. The star of our post-match celebrations Thank you so much for joining us on #LionessesLive, Tess! pic.twitter.com/v8CkGkGGAN— Lionesses (@Lionesses) July 27, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira