Liverpool var 75 prósent með boltann og átti 25 marktilraunir gegn 5 frá Salzburg en samt var það Benjamin Sesko sem skoraði eina mark leiksins fyrir Salzburg á 31. mínútu.
Er þetta fjórði og síðasti leikur Liverpool á undirbúningstímabilinu fyrir komandi leiktímabil. Liðið hefur unnið tvö, gegn RB Leipzing og Crystal Palace en tapað tveim, gegn Manchester United og nú fyrir RB Salzburg.
Liverpool mun leika næsta laugardag gegn Manchester City í leik sem markar upphaf enskrar knattspyrnu ár hvert, leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Leikurinn um Samfélagsskjöldinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn klukkan 15.50.