Skýring á brotthvarfi Herbert Diess frá Volkswagen Group Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júlí 2022 07:01 Herbert Diess, forstjóri VW, sér fram á svarta tíma nú þegar bílaframleiðendur þurfa að gera framleiðslu sína umhverfisvænni. Vísir/EPA Ákvörðun um uppsögn Herbert Diess, framkvæmdastjóra Volkswagen Group kom mörgum í opna skjöldu. Raunveruleg ástæða þess að hann var að endingu látinn taka pokann sinn var sú að eina verkefnið sem var eftir á borði hans síðan í desember síðastliðnum, olli talsverðum seinkunum á kynningum rafbíla eins og Porsche Macan, Artemites verkefni Audi og Bentley rafbílum. Diess var enn yfir hugbúnaðardeildinni CARIAD sem virðist hafa verið síðasta hálmstráið. Tilkynnt var um að dagar Diess væru taldir þann 22. júlí síðastliðinn, en ákvörðun hafði þá verið tekin þann 20. og Diess gefinn sólarhringur til að bregðast við. Eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga virðist hann hafa ákveðið að tíminn væri kominn til að yfirgefa Volkswagen Group. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás Wolkswagen Group, þar sem Diess tekur einskonar viðtal við Lynn Longo, þá nýráðin tæknistjóri CARIAD. CARIAD var orðið eina verkefni Diess, sem hafði verið leystur undan öðrum verkefnum í desember síðastliðnum. Þær tafir sem urðu á kynningu nýrra bíla vegna deildarinnar sem Diess var yfir voru óásættanlegar fyrir Volkswagen Group, samkvæmt Bloomberg. Markmið CARIAD verkefnisins var meðal annars að gera eigendum rafbíla frá Volkswagen kleift að uppfæra hugbúnað þeirra yfir internetið, án þess að þurfa að gera sér ferð í þjónustumiðstöð vegna þess. CARIAD var sennilega síðasta hálmstráið, en ekki það eina. Stjórnunarstíll Diess, sem virðist hafa einkennst helst af hörku einangraði hann stöðugt meira innan fyrirtækisins. Auk þess sem hann átti í talsverðum útistöðum við verkalýðsfélög yfir þeim viðvörunum sínum að VW væri að tapa fyrir Tesla og þyrfti að skera niður um þúsundir starfsfólks. Útblásturshneyksli Volkswagen Vistvænir bílar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent
Tilkynnt var um að dagar Diess væru taldir þann 22. júlí síðastliðinn, en ákvörðun hafði þá verið tekin þann 20. og Diess gefinn sólarhringur til að bregðast við. Eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga virðist hann hafa ákveðið að tíminn væri kominn til að yfirgefa Volkswagen Group. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás Wolkswagen Group, þar sem Diess tekur einskonar viðtal við Lynn Longo, þá nýráðin tæknistjóri CARIAD. CARIAD var orðið eina verkefni Diess, sem hafði verið leystur undan öðrum verkefnum í desember síðastliðnum. Þær tafir sem urðu á kynningu nýrra bíla vegna deildarinnar sem Diess var yfir voru óásættanlegar fyrir Volkswagen Group, samkvæmt Bloomberg. Markmið CARIAD verkefnisins var meðal annars að gera eigendum rafbíla frá Volkswagen kleift að uppfæra hugbúnað þeirra yfir internetið, án þess að þurfa að gera sér ferð í þjónustumiðstöð vegna þess. CARIAD var sennilega síðasta hálmstráið, en ekki það eina. Stjórnunarstíll Diess, sem virðist hafa einkennst helst af hörku einangraði hann stöðugt meira innan fyrirtækisins. Auk þess sem hann átti í talsverðum útistöðum við verkalýðsfélög yfir þeim viðvörunum sínum að VW væri að tapa fyrir Tesla og þyrfti að skera niður um þúsundir starfsfólks.
Útblásturshneyksli Volkswagen Vistvænir bílar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent