Under the Banner of Heaven: Harmleikur í mormónabyggðum Heiðar Sumarliðason skrifar 4. ágúst 2022 07:54 Rannsóknarlögreglumennirnir Bill og Jeb. Ung móðir (Brenda) og 18 mánaða barn hennar finnast hrottalega myrt í bænum Rockwell í mormónabyggðum Utah. Eiginmaður hennar er strax grunaður um ódæðið en ekki líður að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield) og Bill Taba (Gil Birmingham) átta sig á að málið er langt frá því að vera jafn einfalt og það virtist í upphafi. Sjónvarpsþáttaröðin Under the Banner of Heaven er nú komin inn á STAR, hliðarveitu Disney+. Þættirnir byggja á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 1984, þó eru lögreglumennirnir tveir skáldskapur frá rótum. Höfundurinn Dustin Lane Black var alinn upp í mormónatrú og notar samnefnda bók um málið sem stökkpall. Þáttaröðin inniheldur ýmsa mjög frambærilega unga leikara sem nýlega hafa vakið athygli fyrir frammistöðu sína í öðrum gæðaþáttaröðum en það er þó fyrrum Spiderman, Andrew Garfield, sem leikur aðalhlutverkið. Hryllingur í mormónabyggðum Brenda (Daisy Edgar Jones, Marianne úr Ordinary People), ung mormónakona, er innblásin af feminstahreyfingunni og setur spurningarmerki við hegðun karlkyns trúarbræðra sinna. Hún giftist ungum manni af virðulegri mormónafjölskyldu, Allen Lafferty (Billy Howle, hrollvekjandi eiginmaðurinn úr Chloe). Það líður þó ekki að löngu þar til tvær grímur renna á Lafferty fjölskylduna, þessi unga kona er ekki jafn hlýðin og krafist er af eiginkonum mormóna. Billy Howe lék eiginmann Chloe í samnefndum þáttum. Nafn sem vert er að leggja á minnið. Eftir að Brenda og 18 mánaða barn hennar finnast látin líður ekki að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield, Spiderman sjálfur) og Bill Taba (Gil Birmingham, Thomas úr Yellowstone) átta sig á að málið er langt frá því jafn einfalt og það virðist í upphafi. Ekki allir jafn hressir Ég hélt að það yrði auðvelt verk að skrifa um þáttaröðina, en flækjustigið vatt upp á sig. Áður en ég vissi af var ég kominn á kaf Wikipedia-síður um mormóna og endaði á því að hafa samband við manneskju sem var alin upp í mormónakirkjunni. Pistillinn varð því lengri og öllu víðfeðmari en ég hafði ætlað mér; endaði að einhverju leyti meira sem vangavelta um málefni mormóna en sjónvarpsrýni. Þegar fylkið Utah er nefnt á nafn eru mormónar það fyrsta sem kemur upp í huga fólks, því þarf ekki að koma á óvart að mormónatrúin er allt um lykjandi í þáttaröðinni. Hér er farið ofan í myrkustu afkima hennar og kastljósinu beint að þeim. Under the Banner of Heaven dregur að sjálfsögðu fram allt það versta sem tengist trú þeirra, þó ekki megi gleyma að þáttaröðin gerist árið 1984 og mikið vatn runnið til sjávar í samfélagi mormóna síðan. Þrátt fyrir það var alltaf líklegt að þáttaröðin færi öfugt ofan í ansi marga. Billy Howle og Daisy Edgar Jones eru tveir breskir leikarar á uppleið sem leika hér fólk frá Utah. Ég var ekki lengi að finna pistil frá einum slíkum, blaðamanni tímaritsins The Atlantic, sem er mormónatrúar. Hann er allt annað en hress með þáttaröðina og bókina sem hún er byggð á. Í pistli sínum segir hann þættina smætta og afbaka trú sína; hversdagslífið og menningin gerð að einhverju afkáralegu. Þar sem 38 ár eru síðan atburðir Under the Banner of Heaven áttu sér stað, gerði ég mér enga grein fyrir því hvernig samfélag mormóna er í dag. Einnig velti ég fyrir mér hversu mikið er að marka þann raunveruleika fortíðarinnar sem þættirnir sýna, sem og pistlinn í The Atlantic, sem er skrifaður af aðila sem er augljóslega hlutdrægur. Þetta minnti mig eilítið á það þegar ég horfði á Orthodox á Netflix, sem fjallaði um strangtrúaða gyðinga og hugsaði ég með mér að ég væri sennilega ekki eini íslenski áhorfandinn sem myndi hafa ýmsar spurningar fyrir og eftir áhorfið. Beint samband við fallinn mormóna Ég hafði því samband við manneskju sem alin var upp í mormónatrú til að fá meiri og betri innsýn í hvernig mál standa. Þessi manneskja aðhyllist þó mormónatrú ekki lengur, en foreldrar hennar tilheyra enn kirkjunni og faðir hennar er svokallaður biskup. Hún var sammála því sem blaðamaður The Atlantic heldur fram, að þáttaröðin reyni að gera mormóna kjánalega, að þeir t.d. tali ekki saman á þann máta sem sett er fram í þáttaröðinni. Einnig finnst henni kirkjan sjálf ekki jafn tortryggileg og gefið er í skyn, að þar sé flest fólk virkilega að leggja sig fram við að vera í takt við tímann, þó það takist auðvitað misvel. Mormónar eru ekki allir eins. Hér gefur að líta Gay Pride göngu í Utah. Varðandi þættina sjálfa finnst henni þeir helst ná vel utan um viðkvæmni mormóna gagnvart sögu trúarbragðanna. Hún segir þá almennt ekki tilbúna að ræða fortíðina og gera hana upp á uppbyggjandi máta, sem var ein ástæðna þess að hún yfirgaf kirkjuna sjálf. Hún segir mormóna latta frá því að setja spurningarmerki við það sem leiðtogar þeirra segja og margir mormónar eru fljótir að úthrópa allar neikvæðar vangaveltur sem áróður gegn trúnni. Hún telur þó að flestir hófsamir mormónar sjái sig engan veginn í persónum þáttanna, sem sé vegna þess hve mikið hefur verið lagt upp úr því að aðlaga mormónatrúnna að hinni dæmigerðu Ameríku. Öfgasinnaðir mormónar eru sannarlega til en hversdagslíf flestra í Utah eigi ekkert skylt við þá. Kvikmynduð frásögn, ekki heimildamynd Þrátt fyrir allar þær skoðanir sem fólk getur haft á umfjöllunarefninu má ekki gleyma að hér er verið að segja frá sannsögulegum atburðum í formi kvikmyndaðrar frásagnar. Til að slík saga sé sem áhrifaríkust þarf að setja hana inn í viðeigandi form. Það form spyr engra spurninga varðandi hvort einhver gæti móðgast, enda nokkurnveginn gefið að sérhver frásögn móðgi einhvern, það liggur í hlutarins eðli. Allt sem er þess vert að segja frá inniheldur átök, til að átök eigi sér stað þurfa tveir eða fleiri að deila. Sá sem sér sjálfan sig í persónu sem sett er fram á neikvæðan hátt, mun finnast að sér vegið, svo sterkt getur hið kvikmyndaða form verið. Það er ansi margt sem þarf að eiga sér stað til að hópur fólks sé samþykkur því að vera settur fram á neikvæðan máta. Til þess þarf hann að hafa náð sátt við og viðkennt misgjörðir sínar. T.d. verða fáir Þjóðverjar reiðir sé fortíð þeirra sett fram í neikvæðu ljósi. Schindler´s List vakti ekki mikla reiði í Þýskalandi. Mormónar sjá sig hins vegar sem góðu gaurana og finnst þeir eiga skilið samúð ekki andúð. Samkvæmt innanbúðarmanneskjunni minni hefur hún í gegnum tíðina heyrt raddir sem telja mormóna eiga skilið sömu samúð og gyðingar, vegna þeirra ofsókna sem þeir þurftu að sæta á 19. öld (sem kemur allt fram í þáttaröðinni). Þeir hafa hins vegar ekki sæst við eigin myrkraverk (sem einnig kemur fram í þáttunum) og verða því reiðir þegar fjallað er um þá á neikvæðan máta. Utangarðs í eigin samfélagi Það er auðvelt að setja sig í spor beggja aðila, móðgaðra mormóna og höfundar þáttanna. Höfundurinn Dustin Lance Black er samkynhneigður og ólst upp í samfélagi mormóna við það að kynhneigð hans væri ekki í lagi og var hafnað. Því er gremja hans skiljanleg. Dustin ásamt eiginmanni sínum Tom Daley. Daley vann gullverðlaun í dýfingum á Olympíuleikunum 2020. Þeir eignuðust barn með hjálp staðgöngumóður árið 2018. Mormónar urðu hins vegar sannarlega fyrir trúarofsóknum, var ýtt út í horn og frömdu í kjölfarið fólskuverk sem aldrei hefðu átt sér stað ef þeir hefðu fengið að lifa í friði. Þegar öllu er á botninn hvolft er hægt að segja að Black standi sig frábærlega í að segja söguna og þræða hana saman við fortíðina. Under the Banner of Heaven verður þó seint talin góð auglýsing fyrir mormónatrú. Listin er hins vegar ekki auglýsingamennska og Black er að reyna að segja söguna á sem áhrifamestan máta. Mér finnst hann aldrei rætinn, heldur sanngjarn. Þetta er auðvitað öfgafólk Ég get ekki sagt að ég hafi upplifað Under the Banner of Heaven sem áróður gegn mormónakirkjunni, ég er hvorki neikvæðari né jákvæðari gagnvart henni eftir áhorfið. Ég held nefnilega að blaðamaður The Atlantic hafi ekki næga trú á þorra fólks. Flest áttum við okkur á því að þáttaröðin fjallar um atburði sem áttu sér stað fyrir 38 árum, einnig skiljum við fullkomlega að þetta er öfgafólk sem fremur glæpinn. Auðvitað er það þannig, sértu að reyna að breyta ímynd þinni og taka þig á, ertu ekki sérlega þakklátur þeim sem sífellt rifja upp misgjörðir þínar úr fortíðinni. Mormónar hafa lagt mikið á sig til að færa sig nær meginstraumnum í Bandaríkjunum, því er heil þáttaröð um gjörsamlega sturlaða trúarbræður þeirra sennilega ekki það sem þeir vilja sjá. Trúboðar. Fyrrnefnd heimildamanneskja mín rifjaði einmitt upp hluti tengda þessu sem hún upplifði þegar hún var 11 ára og vinkona hennar, sem tilheyrði evangelískum söfnuði, heyrði í messu í sinni kirkju að mormónar væru stórhættulegt költ sem fórnaði ungabörnum. Þetta varð til þess að allur vinkonuhópur hennar hætti að tala við hana (hún ólst ekki upp í Utah, því ekki svo margir mormónar á svæðinu). Því sagðist hún skilja viðkvæmni fólks gagnvart þáttaröðinni, þrátt fyrir að hún hafi sjálf fyrir löngu sagt skilið við kirkjuna vegna hluta þar sem henni þóttu hreinlega ekki í lagi. Hún bætti svo við að það orð sem færi af mormónum væri þó ekki í neinu samræmi við sannleikann. Langflestir mormónar væru í raun bara sakleysingjar og miðað við lýsingar hennar er orðið „lúðar“ það sem mér dettur helst í hug. Það er í takti við þá upplifun mína af þeim mormónum sem örkuðum um bæjarfélag mitt þegar ég var krakki og reyndu að snúa okkur til trúar sinnar. Þetta virtustu hinir mestu sakleysingjar. Því skil ég vel ergelsi pistlahöfundar The Atlantic yfir þáttaröðinni. Það er sjálfsagt ekki skemmtilegt að vera sífellt að verja sig fyrir öðru fólki og svo kemur heil þáttaröð um hversu hræðilegir ákveðnir einstaklingar úr þinni kreðsu eru. Það er frekar snúið að skrifa gagnrýni um þættina, vegna allra þeirra spurninga sem flæddu yfir mig um leið og ég byrjaði að skrifa þennan pistil. Ég er kvikmynda- og sjónvarpsrýnir og almennt ekki á mínum herðum að taka afstöðu til flókinna samfélags- og trúarmála sem snúa að stórum hópum fólks (þó það komi fyrir). Afstaða sem ég treysti mér hins vegar til að taka er sú að leiðtogar mormóna eiga að gera betur gagnvart réttindum kvenna og samkynhneigðra. Mormónar búa í stærsta lýðræðisríki jarðar, þeir eru almennt mjög efnaðir og upplýstir, því er absúrd að þeir séu enn á miðöldum varðandi ákveðna hluti í trú sinni. Boðorðin tíu og allt það Trúarbrögðum hlýtur að einhverju leyti að hafa verið komið á fót til að koma reglu á þann glundroða sem tilvera manna er. Það er ástæða fyrir því að setja þurfti fram tíu boðorð, fólk var að stela uxum nágranna sinna, myrða og sýna foreldrum sínum óvirðingu. Sem dýrategund erum við fær um að skapa ótrúlega fegurð, sem og ljótleika. Við getum því ekki lifað í samfélagi nema um það séu settar reglur, því ákveðið fólk mun ávallt reyna að níðast á öðrum og skara eld að eigin köku. Við getum aldrei losnað undan því að koma röð og reglu á hlutina, en innan hvers samfélags munum við finna fólk sem fer á sveig við lögin, jafnvel reyna að koma á sínum eigin lögum. Á meðan allt lék í lyndi. Brenda kynnist fjölskyldu tilvonandi eiginmannsins. Þetta er í raun stökkpallur þáttanna. Þegar skapa þarf umgjörð um samfélag manna munu verða árekstrar. Einhverjum líkar ekki framkoma annars og telur hana á skjön við góð gildi, sá bregst við með offorsi til að verja sig og sitt. Svo þarf fjárhirðirinn (ef við lítum á okkur sem kindahjörð) að stíga inn í og leysa málin, sama hve ljót og óþægileg þau eru. Snúum okkur að þáttunum Það er rannsóknarlögreglumaðurinn Jeb, góður og gildur meðlimur mormóna hjarðarinnar, sem fær rannsókn morðsins í hendurnar. Honum til halds og trausts er Bill, rannsóknarlögreglumaður af ættum frumbyggja Bandaríkjanna. Jeb og Bill eru ekki byggðir á þeim lögreglumönnum sem raunverulega rannsökuðu málið, heldur eru þeir skáldaðir frá grunni. Andrew Garfield er ýmislegt til listanna lagt. Sagan sjálf og framvindan eru þrískipt: Í forgrunni er Jeb, fjölskyldulíf hans, tengsl við söfnuðinn og svo rannsóknin. Svo erum við með Lafferty-fjölskylduna, sem fórnarlambið Brenda giftist inni í. Að lokum er þetta kryddað með upprifjun á tilurð mormónakirkjunnar og hvernig sú vegferð var þyrnum stráð. Þáttaröðin var frumsýnd í Bandaríkjunum sl. vor og var aðalleikarinn Andrew Garfield nýlega tilnefndur til Emmy-verðlauna sem besti leikari í míníseríu fyrir túlkun sína á rannsóknarlögreglumanninum Jeb Pyre. Garfield er vel að tilnefningunni kominn, því hlutverkið er ótrúlega snúið og leysir hann það af stakri prýði. Hann leikur hér mann sem er stillt upp við vegg af ansi mörgum og sótt að honum úr öllum áttum. Hann er undir pressu við það að leysa málið, pressu frá félaganum Bill sem hefur litla þolinmæði fyrir mormóna trúarvitleysunni og svo pressu frá samfélaginu og trúarleiðtogunum sem er meira í mun að standa vörð um ímynd trúarsamfélagsins heldur en að leysa sakamálið. Greyið Jeb er ótrúlega sympatísk persóna, sem er fastur milli steins og sleggju. Hann er ráðinn til þess að framfylgja lögum landsins, en á sama tíma er hann hluti af samfélagi sem oft og tíðum er á skjön við þau. Bill er mikilvægur upp á jafnvægi persónugallerísins. Maður skilur sannarlega afstöðu félaga hans í lögreglunni, Bill, sem er hluti af samfélagi sem hefur verið traðkað á allt frá því að Evrópubúar vörpuðu akkerum við Bahamaeyjar árið 1492. Það er útsjónarsamt af höfundinum Black að láta félagann Bill vera af indíánaættum, það gefur sögunni önnur blæbrigði og er hliðstaða sem dýpkar og varpar öðruvísi ljósi á atburðina. Sumir hefðu valið að láta félaga Jeb vera annan mormóna, en líkt og heimildamanneskja mín sagði, þá eru mormónar lítið í því að bjóða hvor öðrum byrginn varðandi eigin trú. Því hefði slíkt fyrirkomulag aldrei skapað sömu dýnamík. Pressunni frá samfélaginu er betur borgið í höndum eiginkonu Jebs og trúarleiðtoga, þannig erum við komin með persónugallerí sem jafnvægi er í og allir þjóna sínu afmarkaða hlutverki til að gera þrýstinginn á Jeb óbærilegan. Mér finnst í raun ekki við hæfi að segja of mikið frá söguþræðinum og vendingum, þar sem stór hluti upplifunarinnar er að vita sem minnst um þær persónur sem við kynnumst. Ég mæli hinsvegar heilshugar með þáttaröðinni fyrir þá sem njóta þess að horfa á hægeldaða sakamálaþætti og Under the Banner of Heaven er áhugaverð viðbót við þá flóru. Niðurstaða: Það er sannarlega margt sem hægt er að deila um varðandi Under the Banner of Heaven, en sem sjónvarpsþáttaröð og skemmtiefni (þó hrollvekjandi sé) er þetta virkilega frambærileg þáttaröð. Stjörnubíó Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröðin Under the Banner of Heaven er nú komin inn á STAR, hliðarveitu Disney+. Þættirnir byggja á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 1984, þó eru lögreglumennirnir tveir skáldskapur frá rótum. Höfundurinn Dustin Lane Black var alinn upp í mormónatrú og notar samnefnda bók um málið sem stökkpall. Þáttaröðin inniheldur ýmsa mjög frambærilega unga leikara sem nýlega hafa vakið athygli fyrir frammistöðu sína í öðrum gæðaþáttaröðum en það er þó fyrrum Spiderman, Andrew Garfield, sem leikur aðalhlutverkið. Hryllingur í mormónabyggðum Brenda (Daisy Edgar Jones, Marianne úr Ordinary People), ung mormónakona, er innblásin af feminstahreyfingunni og setur spurningarmerki við hegðun karlkyns trúarbræðra sinna. Hún giftist ungum manni af virðulegri mormónafjölskyldu, Allen Lafferty (Billy Howle, hrollvekjandi eiginmaðurinn úr Chloe). Það líður þó ekki að löngu þar til tvær grímur renna á Lafferty fjölskylduna, þessi unga kona er ekki jafn hlýðin og krafist er af eiginkonum mormóna. Billy Howe lék eiginmann Chloe í samnefndum þáttum. Nafn sem vert er að leggja á minnið. Eftir að Brenda og 18 mánaða barn hennar finnast látin líður ekki að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield, Spiderman sjálfur) og Bill Taba (Gil Birmingham, Thomas úr Yellowstone) átta sig á að málið er langt frá því jafn einfalt og það virðist í upphafi. Ekki allir jafn hressir Ég hélt að það yrði auðvelt verk að skrifa um þáttaröðina, en flækjustigið vatt upp á sig. Áður en ég vissi af var ég kominn á kaf Wikipedia-síður um mormóna og endaði á því að hafa samband við manneskju sem var alin upp í mormónakirkjunni. Pistillinn varð því lengri og öllu víðfeðmari en ég hafði ætlað mér; endaði að einhverju leyti meira sem vangavelta um málefni mormóna en sjónvarpsrýni. Þegar fylkið Utah er nefnt á nafn eru mormónar það fyrsta sem kemur upp í huga fólks, því þarf ekki að koma á óvart að mormónatrúin er allt um lykjandi í þáttaröðinni. Hér er farið ofan í myrkustu afkima hennar og kastljósinu beint að þeim. Under the Banner of Heaven dregur að sjálfsögðu fram allt það versta sem tengist trú þeirra, þó ekki megi gleyma að þáttaröðin gerist árið 1984 og mikið vatn runnið til sjávar í samfélagi mormóna síðan. Þrátt fyrir það var alltaf líklegt að þáttaröðin færi öfugt ofan í ansi marga. Billy Howle og Daisy Edgar Jones eru tveir breskir leikarar á uppleið sem leika hér fólk frá Utah. Ég var ekki lengi að finna pistil frá einum slíkum, blaðamanni tímaritsins The Atlantic, sem er mormónatrúar. Hann er allt annað en hress með þáttaröðina og bókina sem hún er byggð á. Í pistli sínum segir hann þættina smætta og afbaka trú sína; hversdagslífið og menningin gerð að einhverju afkáralegu. Þar sem 38 ár eru síðan atburðir Under the Banner of Heaven áttu sér stað, gerði ég mér enga grein fyrir því hvernig samfélag mormóna er í dag. Einnig velti ég fyrir mér hversu mikið er að marka þann raunveruleika fortíðarinnar sem þættirnir sýna, sem og pistlinn í The Atlantic, sem er skrifaður af aðila sem er augljóslega hlutdrægur. Þetta minnti mig eilítið á það þegar ég horfði á Orthodox á Netflix, sem fjallaði um strangtrúaða gyðinga og hugsaði ég með mér að ég væri sennilega ekki eini íslenski áhorfandinn sem myndi hafa ýmsar spurningar fyrir og eftir áhorfið. Beint samband við fallinn mormóna Ég hafði því samband við manneskju sem alin var upp í mormónatrú til að fá meiri og betri innsýn í hvernig mál standa. Þessi manneskja aðhyllist þó mormónatrú ekki lengur, en foreldrar hennar tilheyra enn kirkjunni og faðir hennar er svokallaður biskup. Hún var sammála því sem blaðamaður The Atlantic heldur fram, að þáttaröðin reyni að gera mormóna kjánalega, að þeir t.d. tali ekki saman á þann máta sem sett er fram í þáttaröðinni. Einnig finnst henni kirkjan sjálf ekki jafn tortryggileg og gefið er í skyn, að þar sé flest fólk virkilega að leggja sig fram við að vera í takt við tímann, þó það takist auðvitað misvel. Mormónar eru ekki allir eins. Hér gefur að líta Gay Pride göngu í Utah. Varðandi þættina sjálfa finnst henni þeir helst ná vel utan um viðkvæmni mormóna gagnvart sögu trúarbragðanna. Hún segir þá almennt ekki tilbúna að ræða fortíðina og gera hana upp á uppbyggjandi máta, sem var ein ástæðna þess að hún yfirgaf kirkjuna sjálf. Hún segir mormóna latta frá því að setja spurningarmerki við það sem leiðtogar þeirra segja og margir mormónar eru fljótir að úthrópa allar neikvæðar vangaveltur sem áróður gegn trúnni. Hún telur þó að flestir hófsamir mormónar sjái sig engan veginn í persónum þáttanna, sem sé vegna þess hve mikið hefur verið lagt upp úr því að aðlaga mormónatrúnna að hinni dæmigerðu Ameríku. Öfgasinnaðir mormónar eru sannarlega til en hversdagslíf flestra í Utah eigi ekkert skylt við þá. Kvikmynduð frásögn, ekki heimildamynd Þrátt fyrir allar þær skoðanir sem fólk getur haft á umfjöllunarefninu má ekki gleyma að hér er verið að segja frá sannsögulegum atburðum í formi kvikmyndaðrar frásagnar. Til að slík saga sé sem áhrifaríkust þarf að setja hana inn í viðeigandi form. Það form spyr engra spurninga varðandi hvort einhver gæti móðgast, enda nokkurnveginn gefið að sérhver frásögn móðgi einhvern, það liggur í hlutarins eðli. Allt sem er þess vert að segja frá inniheldur átök, til að átök eigi sér stað þurfa tveir eða fleiri að deila. Sá sem sér sjálfan sig í persónu sem sett er fram á neikvæðan hátt, mun finnast að sér vegið, svo sterkt getur hið kvikmyndaða form verið. Það er ansi margt sem þarf að eiga sér stað til að hópur fólks sé samþykkur því að vera settur fram á neikvæðan máta. Til þess þarf hann að hafa náð sátt við og viðkennt misgjörðir sínar. T.d. verða fáir Þjóðverjar reiðir sé fortíð þeirra sett fram í neikvæðu ljósi. Schindler´s List vakti ekki mikla reiði í Þýskalandi. Mormónar sjá sig hins vegar sem góðu gaurana og finnst þeir eiga skilið samúð ekki andúð. Samkvæmt innanbúðarmanneskjunni minni hefur hún í gegnum tíðina heyrt raddir sem telja mormóna eiga skilið sömu samúð og gyðingar, vegna þeirra ofsókna sem þeir þurftu að sæta á 19. öld (sem kemur allt fram í þáttaröðinni). Þeir hafa hins vegar ekki sæst við eigin myrkraverk (sem einnig kemur fram í þáttunum) og verða því reiðir þegar fjallað er um þá á neikvæðan máta. Utangarðs í eigin samfélagi Það er auðvelt að setja sig í spor beggja aðila, móðgaðra mormóna og höfundar þáttanna. Höfundurinn Dustin Lance Black er samkynhneigður og ólst upp í samfélagi mormóna við það að kynhneigð hans væri ekki í lagi og var hafnað. Því er gremja hans skiljanleg. Dustin ásamt eiginmanni sínum Tom Daley. Daley vann gullverðlaun í dýfingum á Olympíuleikunum 2020. Þeir eignuðust barn með hjálp staðgöngumóður árið 2018. Mormónar urðu hins vegar sannarlega fyrir trúarofsóknum, var ýtt út í horn og frömdu í kjölfarið fólskuverk sem aldrei hefðu átt sér stað ef þeir hefðu fengið að lifa í friði. Þegar öllu er á botninn hvolft er hægt að segja að Black standi sig frábærlega í að segja söguna og þræða hana saman við fortíðina. Under the Banner of Heaven verður þó seint talin góð auglýsing fyrir mormónatrú. Listin er hins vegar ekki auglýsingamennska og Black er að reyna að segja söguna á sem áhrifamestan máta. Mér finnst hann aldrei rætinn, heldur sanngjarn. Þetta er auðvitað öfgafólk Ég get ekki sagt að ég hafi upplifað Under the Banner of Heaven sem áróður gegn mormónakirkjunni, ég er hvorki neikvæðari né jákvæðari gagnvart henni eftir áhorfið. Ég held nefnilega að blaðamaður The Atlantic hafi ekki næga trú á þorra fólks. Flest áttum við okkur á því að þáttaröðin fjallar um atburði sem áttu sér stað fyrir 38 árum, einnig skiljum við fullkomlega að þetta er öfgafólk sem fremur glæpinn. Auðvitað er það þannig, sértu að reyna að breyta ímynd þinni og taka þig á, ertu ekki sérlega þakklátur þeim sem sífellt rifja upp misgjörðir þínar úr fortíðinni. Mormónar hafa lagt mikið á sig til að færa sig nær meginstraumnum í Bandaríkjunum, því er heil þáttaröð um gjörsamlega sturlaða trúarbræður þeirra sennilega ekki það sem þeir vilja sjá. Trúboðar. Fyrrnefnd heimildamanneskja mín rifjaði einmitt upp hluti tengda þessu sem hún upplifði þegar hún var 11 ára og vinkona hennar, sem tilheyrði evangelískum söfnuði, heyrði í messu í sinni kirkju að mormónar væru stórhættulegt költ sem fórnaði ungabörnum. Þetta varð til þess að allur vinkonuhópur hennar hætti að tala við hana (hún ólst ekki upp í Utah, því ekki svo margir mormónar á svæðinu). Því sagðist hún skilja viðkvæmni fólks gagnvart þáttaröðinni, þrátt fyrir að hún hafi sjálf fyrir löngu sagt skilið við kirkjuna vegna hluta þar sem henni þóttu hreinlega ekki í lagi. Hún bætti svo við að það orð sem færi af mormónum væri þó ekki í neinu samræmi við sannleikann. Langflestir mormónar væru í raun bara sakleysingjar og miðað við lýsingar hennar er orðið „lúðar“ það sem mér dettur helst í hug. Það er í takti við þá upplifun mína af þeim mormónum sem örkuðum um bæjarfélag mitt þegar ég var krakki og reyndu að snúa okkur til trúar sinnar. Þetta virtustu hinir mestu sakleysingjar. Því skil ég vel ergelsi pistlahöfundar The Atlantic yfir þáttaröðinni. Það er sjálfsagt ekki skemmtilegt að vera sífellt að verja sig fyrir öðru fólki og svo kemur heil þáttaröð um hversu hræðilegir ákveðnir einstaklingar úr þinni kreðsu eru. Það er frekar snúið að skrifa gagnrýni um þættina, vegna allra þeirra spurninga sem flæddu yfir mig um leið og ég byrjaði að skrifa þennan pistil. Ég er kvikmynda- og sjónvarpsrýnir og almennt ekki á mínum herðum að taka afstöðu til flókinna samfélags- og trúarmála sem snúa að stórum hópum fólks (þó það komi fyrir). Afstaða sem ég treysti mér hins vegar til að taka er sú að leiðtogar mormóna eiga að gera betur gagnvart réttindum kvenna og samkynhneigðra. Mormónar búa í stærsta lýðræðisríki jarðar, þeir eru almennt mjög efnaðir og upplýstir, því er absúrd að þeir séu enn á miðöldum varðandi ákveðna hluti í trú sinni. Boðorðin tíu og allt það Trúarbrögðum hlýtur að einhverju leyti að hafa verið komið á fót til að koma reglu á þann glundroða sem tilvera manna er. Það er ástæða fyrir því að setja þurfti fram tíu boðorð, fólk var að stela uxum nágranna sinna, myrða og sýna foreldrum sínum óvirðingu. Sem dýrategund erum við fær um að skapa ótrúlega fegurð, sem og ljótleika. Við getum því ekki lifað í samfélagi nema um það séu settar reglur, því ákveðið fólk mun ávallt reyna að níðast á öðrum og skara eld að eigin köku. Við getum aldrei losnað undan því að koma röð og reglu á hlutina, en innan hvers samfélags munum við finna fólk sem fer á sveig við lögin, jafnvel reyna að koma á sínum eigin lögum. Á meðan allt lék í lyndi. Brenda kynnist fjölskyldu tilvonandi eiginmannsins. Þetta er í raun stökkpallur þáttanna. Þegar skapa þarf umgjörð um samfélag manna munu verða árekstrar. Einhverjum líkar ekki framkoma annars og telur hana á skjön við góð gildi, sá bregst við með offorsi til að verja sig og sitt. Svo þarf fjárhirðirinn (ef við lítum á okkur sem kindahjörð) að stíga inn í og leysa málin, sama hve ljót og óþægileg þau eru. Snúum okkur að þáttunum Það er rannsóknarlögreglumaðurinn Jeb, góður og gildur meðlimur mormóna hjarðarinnar, sem fær rannsókn morðsins í hendurnar. Honum til halds og trausts er Bill, rannsóknarlögreglumaður af ættum frumbyggja Bandaríkjanna. Jeb og Bill eru ekki byggðir á þeim lögreglumönnum sem raunverulega rannsökuðu málið, heldur eru þeir skáldaðir frá grunni. Andrew Garfield er ýmislegt til listanna lagt. Sagan sjálf og framvindan eru þrískipt: Í forgrunni er Jeb, fjölskyldulíf hans, tengsl við söfnuðinn og svo rannsóknin. Svo erum við með Lafferty-fjölskylduna, sem fórnarlambið Brenda giftist inni í. Að lokum er þetta kryddað með upprifjun á tilurð mormónakirkjunnar og hvernig sú vegferð var þyrnum stráð. Þáttaröðin var frumsýnd í Bandaríkjunum sl. vor og var aðalleikarinn Andrew Garfield nýlega tilnefndur til Emmy-verðlauna sem besti leikari í míníseríu fyrir túlkun sína á rannsóknarlögreglumanninum Jeb Pyre. Garfield er vel að tilnefningunni kominn, því hlutverkið er ótrúlega snúið og leysir hann það af stakri prýði. Hann leikur hér mann sem er stillt upp við vegg af ansi mörgum og sótt að honum úr öllum áttum. Hann er undir pressu við það að leysa málið, pressu frá félaganum Bill sem hefur litla þolinmæði fyrir mormóna trúarvitleysunni og svo pressu frá samfélaginu og trúarleiðtogunum sem er meira í mun að standa vörð um ímynd trúarsamfélagsins heldur en að leysa sakamálið. Greyið Jeb er ótrúlega sympatísk persóna, sem er fastur milli steins og sleggju. Hann er ráðinn til þess að framfylgja lögum landsins, en á sama tíma er hann hluti af samfélagi sem oft og tíðum er á skjön við þau. Bill er mikilvægur upp á jafnvægi persónugallerísins. Maður skilur sannarlega afstöðu félaga hans í lögreglunni, Bill, sem er hluti af samfélagi sem hefur verið traðkað á allt frá því að Evrópubúar vörpuðu akkerum við Bahamaeyjar árið 1492. Það er útsjónarsamt af höfundinum Black að láta félagann Bill vera af indíánaættum, það gefur sögunni önnur blæbrigði og er hliðstaða sem dýpkar og varpar öðruvísi ljósi á atburðina. Sumir hefðu valið að láta félaga Jeb vera annan mormóna, en líkt og heimildamanneskja mín sagði, þá eru mormónar lítið í því að bjóða hvor öðrum byrginn varðandi eigin trú. Því hefði slíkt fyrirkomulag aldrei skapað sömu dýnamík. Pressunni frá samfélaginu er betur borgið í höndum eiginkonu Jebs og trúarleiðtoga, þannig erum við komin með persónugallerí sem jafnvægi er í og allir þjóna sínu afmarkaða hlutverki til að gera þrýstinginn á Jeb óbærilegan. Mér finnst í raun ekki við hæfi að segja of mikið frá söguþræðinum og vendingum, þar sem stór hluti upplifunarinnar er að vita sem minnst um þær persónur sem við kynnumst. Ég mæli hinsvegar heilshugar með þáttaröðinni fyrir þá sem njóta þess að horfa á hægeldaða sakamálaþætti og Under the Banner of Heaven er áhugaverð viðbót við þá flóru. Niðurstaða: Það er sannarlega margt sem hægt er að deila um varðandi Under the Banner of Heaven, en sem sjónvarpsþáttaröð og skemmtiefni (þó hrollvekjandi sé) er þetta virkilega frambærileg þáttaröð.
Stjörnubíó Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira